Handbolti

Selfoss semur við danskan hornamann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sarah Boye í Selfosslitunum.
Sarah Boye í Selfosslitunum. mynd/selfoss

Selfoss er búið að bæta við sig dönskum leikmanni fyrir átökin í Olís-deild kvenna í vetur.

Sarah Boye, 21 árs gamall örvhentur hornamaður, er búinn að semja við Selfyssinga, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.

Hún spilaði síðast með HIH Herning Ikast Håndbold í Danmörku og verður góður liðsstyrkur fyrir Selfyssinga hægra megin á vellinum.

Það hafa ekki verið miklar breytingar á Selfossliðinu frá síðustu leiktíð en áður var liðið búið að fá Katrínu Ósk Magnúsdóttur heim frá Danmörku.

Eftir tvö ár í fallbaráttunni horfir til betri vegar hjá kvennaliði Selfoss en stórskyttan og markadrottningin Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er komin á fullt eftir erfið meiðsli.

Selfyssingar unnu Ragnarsmót kvenna á heimavelli á dögunum þar sem Hrafnhildur Hanna var markahæst og útnefnd besti leikmaður mótsins.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur Hanna minnti á sig á Ragnarsmótinu

Kvennalið Selfoss byrjar handboltavertíðina vel en liðið vann alla þrjá leiki sína á Ragnarsmóti kvenna. Liðið er búið að endurheimta markadrottninguna sína úr erfiðum meiðslum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.