Handbolti

Hrafnhildur Hanna minnti á sig á Ragnarsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir með verðlaunin sín.
Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir með verðlaunin sín. Mynd/Fésbókin/Selfoss Handbolti

Kvennalið Selfoss byrjar handboltavertíðina vel en liðið vann alla þrjá leiki sína á Ragnarsmóti kvenna. Liðið er búið að endurheimta markadrottninguna sína úr erfiðum meiðslum.

Selfoss vann tíu marka sigur á Aftureldingu, þriggja marka sigur á Haukum og 23 marka sigur á Fjölni.

Haukarnir tóku varnarverðlaun mótsins. Besti markmaður mótsins var valin Saga Sif Gísladóttir og varnarmaður mótsins var Ragnheiður Sveinsdóttir.

Perla Ruth Albertsdóttir hjá Selfosso var aftur á móti valin besti sóknarmaður mótsins og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir var bæði markahæst og valin besti leikmaður mótsins.

Hrafnhildur Hanna er greinilega kominn á fullt eftir að hafa misst af stórum hluta síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Hrafnhildur Hanna fór hægt að stað í fyrra en er núna komin aftur á fullt sem er mikið gleðiefni.

Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður deildarinnar þrjú tímabil í röð áður en hún meiddist á hné. Hún skoraði 159 mörk 2014-15, 247 mörk 2015-16 og 174 mörk 2016-17.

Úrslit leikja á Ragnarsmóti kvenna 2018:
Selfoss 30-20 Afturelding
Fjölnir 18-26 Haukar
Selfoss 28-25 Haukar
Afturelding 21-21 Fjölnir
Haukar 32-7 Afturelding
Selfoss 38-15 Fjölnir

Selfossliðið sem vann Ragnarsmótið 2018. Mynd/Fésbókin/Selfoss Handbolti


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.