Handbolti

Hrafnhildur Hanna minnti á sig á Ragnarsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir með verðlaunin sín.
Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir með verðlaunin sín. Mynd/Fésbókin/Selfoss Handbolti
Kvennalið Selfoss byrjar handboltavertíðina vel en liðið vann alla þrjá leiki sína á Ragnarsmóti kvenna. Liðið er búið að endurheimta markadrottninguna sína úr erfiðum meiðslum.

Selfoss vann tíu marka sigur á Aftureldingu, þriggja marka sigur á Haukum og 23 marka sigur á Fjölni.

Haukarnir tóku varnarverðlaun mótsins. Besti markmaður mótsins var valin Saga Sif Gísladóttir og varnarmaður mótsins var Ragnheiður Sveinsdóttir.

Perla Ruth Albertsdóttir hjá Selfosso var aftur á móti valin besti sóknarmaður mótsins og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir var bæði markahæst og valin besti leikmaður mótsins.

Hrafnhildur Hanna er greinilega kominn á fullt eftir að hafa misst af stórum hluta síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Hrafnhildur Hanna fór hægt að stað í fyrra en er núna komin aftur á fullt sem er mikið gleðiefni.

Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður deildarinnar þrjú tímabil í röð áður en hún meiddist á hné. Hún skoraði 159 mörk 2014-15, 247 mörk 2015-16 og 174 mörk 2016-17.

Úrslit leikja á Ragnarsmóti kvenna 2018:

Selfoss 30-20 Afturelding

Fjölnir 18-26 Haukar

Selfoss 28-25 Haukar

Afturelding 21-21 Fjölnir

Haukar 32-7 Afturelding

Selfoss 38-15 Fjölnir

Selfossliðið sem vann Ragnarsmótið 2018.Mynd/Fésbókin/Selfoss Handbolti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×