Stefnir á að vera innan við 100 klukkustundir Benedikt Bóas skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Eiríkur Ingi segir að það skipti öllu máli að vera með góða styrktaraðila með sér í þessu ævintýri til að hugurinn sé rólegri. Hann er með marga góða með sér í liði en þeir mættu vera fleiri svo draumurinn um að mæta Strasser í Bandaríkjunum á næsta ári geti ræst. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira