Lífið

Gerir líf nágranna sinna óbærilegt: Fengu nálgunarbann á aðalleikarann í How I Met Your Mother

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Josh Radnor verður að halda sig í rúmlega sex metra fjarlægð frá nágrönnum sínum.
Josh Radnor verður að halda sig í rúmlega sex metra fjarlægð frá nágrönnum sínum. Vísir/Getty
Nágrannar bandaríska leikarans Josh Radnor, sem þekktastur er fyrir að leika Ted Mosby í gamanþáttaröðinni How I Met Your Mother fengu nálgunarbann á hann. Radnor, gerir að sögn nágrannanna, þeim lífið óbærilegt.

Forsaga málsins er sú að Radnor lét byggja stærðarinnar útipall fyrir utan heimili sitt í Los Angeles sem náði yfir lóðamörk nágranna hans. Þeir brugðust við með lögsókn og sögðu Radnor ekki hafa rétt til þess að hafa ráðist í þessar framkvæmdir. Málalyktir urðu þær að borgin gaf nágrönnunum leyfi til að fjarlægja pallinn því Radnor hafði ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi fyrir pallinum.

Nágrannarnir greindu frá raunum sínum í viðtali við fréttamiðilinn TMZ. Fjölskyldan, sem býr við hliðina á Radnor, segir að í hver sinn sem nágrannarnir bregða sér út fyrir hússins dyr hrópi Radnor og herbergisfélagi hans ókvæðisorð að þeim. Þá greindu þau einnig frá því að þeir taki iðulega ljósmyndir af þeim, bölsótist yfir þeim og hafi í frammi almennt ógnandi hegðun.

Nágrannarnir segja þar að auki að Radnor sé í sífellu ber að ofan úti í garði og það sé vandamál í þeirra augum.

Dómari í Los Angeles staðfesti á dögunum nálgunarbann yfir Radnor og verður hann því að halda sig í rúmlega sex metra fjarlægð frá nágrönnum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×