Sport

20 íslenskir keppendur á Norðurlandamóti um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri.
Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri. vísir/skjáskot

Ísland sendir fjölmennan hóp á Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sem fer fram um helgina.

Mótið er að þessu sinni haldið í Hvidovre í Danmörku. Ísland teflir fram tuttugu keppendum í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur.

Á mótinu verða einnig keppendur frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Sterkustu unglingar á Norðurlöndunum í frjálsum íþróttum verða því á meðal keppenda á þessu spennandi móti. Þar má helst nefna Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur sem varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi fyrr í sumar. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir við löndu sína Tiönu Ósk Whitworth í tveimur greinanna, 100 metra og 200 metra hlaupi, og þær keppa svo saman í boðhlaupinu.  Þær tvær eru spretthörðustu konur landsins í dag.

Hér að neðan má sjá lista yfir íslenska keppendur og keppnisgreinar.

    Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR - 100m, 200m og 4x100m
    Tiana Ósk Whitworth, ÍR - 100m, 200m og 4x100m
    Þórdís Eva Steinsdóttir, FH - 400m, 400m grind og 4x100m
    Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR - 3000m hindrun
    Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik - langstökk, 4x100m / aukahlaup 100m
    Vilborg María Loftsdóttir, ÍR - langstökk, þrístökk
    Eva María Baldursdóttir, Selfoss - hástökk
    Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - kúluvarp
    Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - sleggukast
    Sara Hlín Jóhannsdóttir, Breiðablik - 400m grind
    Helga Þóra Sigurjónsdóttir, Fjölnir - hástökk
    Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR - varamaður í 4x100m / aukahlaup 100m
    Mímir Sigurðsson, FH - kringlukast
    Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR - þrístökk
    Dagur Fannar Einarsson, Selfoss - 400m grind, 4x400m
    Baldvin Þór Magnússon, UFA - 5000m, 4x400m
    Árni Haukur Árnason, ÍR - 400m grind, 4x400m
    Hinrik Snær Steinsson, FH - 400m, 4x400m
    Tómas Gunnar Gunnarsson Smith, FH - kúluvarp
    Róbert Khorchai Angeluson, Þór - spjótkastAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.