Sport

20 íslenskir keppendur á Norðurlandamóti um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri.
Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri. vísir/skjáskot
Ísland sendir fjölmennan hóp á Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sem fer fram um helgina.

Mótið er að þessu sinni haldið í Hvidovre í Danmörku. Ísland teflir fram tuttugu keppendum í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur.

Á mótinu verða einnig keppendur frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Sterkustu unglingar á Norðurlöndunum í frjálsum íþróttum verða því á meðal keppenda á þessu spennandi móti. Þar má helst nefna Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur sem varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi fyrr í sumar. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir við löndu sína Tiönu Ósk Whitworth í tveimur greinanna, 100 metra og 200 metra hlaupi, og þær keppa svo saman í boðhlaupinu.  Þær tvær eru spretthörðustu konur landsins í dag.

Hér að neðan má sjá lista yfir íslenska keppendur og keppnisgreinar.

    Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR - 100m, 200m og 4x100m

    Tiana Ósk Whitworth, ÍR - 100m, 200m og 4x100m

    Þórdís Eva Steinsdóttir, FH - 400m, 400m grind og 4x100m

    Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR - 3000m hindrun

    Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik - langstökk, 4x100m / aukahlaup 100m

    Vilborg María Loftsdóttir, ÍR - langstökk, þrístökk

    Eva María Baldursdóttir, Selfoss - hástökk

    Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - kúluvarp

    Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - sleggukast

    Sara Hlín Jóhannsdóttir, Breiðablik - 400m grind

    Helga Þóra Sigurjónsdóttir, Fjölnir - hástökk

    Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR - varamaður í 4x100m / aukahlaup 100m

    Mímir Sigurðsson, FH - kringlukast

    Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR - þrístökk

    Dagur Fannar Einarsson, Selfoss - 400m grind, 4x400m

    Baldvin Þór Magnússon, UFA - 5000m, 4x400m

    Árni Haukur Árnason, ÍR - 400m grind, 4x400m

    Hinrik Snær Steinsson, FH - 400m, 4x400m

    Tómas Gunnar Gunnarsson Smith, FH - kúluvarp

    Róbert Khorchai Angeluson, Þór - spjótkast




Fleiri fréttir

Sjá meira


×