Gróðahugsun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun