Leðurblökukonan hörfar frá Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 10:15 Ruby Rose gerði garðinn frægan í Orange is the New Black. vísir/getty Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira