Aníta: Ég held ég þurfi að æfa það að nota olnbogana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 09:30 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Aníta Hinriksdóttir fékk ekki skráðan tíma í undanúrslitahlaupi 800 metranna á EM í frjálsum í Berlín í gærkvöldi. Íslenska hlaupakonan var dæmd úr leik af dómara hlaupsins fyrir stimpingar við Svía. Tími Anítu hefði hvort sem ekki nægt til að komast í úrslitin en íslenska stelpan var pikkuð út úr hópnum og send í skammakrókinn. „Vð vorum bara allar í einum hópi að slást,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Aníta var í harðri baráttu við hina sænsku Lovísu Lindh í hlaupinu og oft var lítið pláss til að athafna sig. Lovísa endaði hinsvegar út fyrir brautina á einum tímapunkti og Aníta var þá dæmd fyrir að bera ábyrgð á því. Tími Anítu hefði ekki dugað og ákvörðun dómarans var ekki kærð. Lovísu Lindh komst aftur á móti í úrslitahlaupið. Aníta útskýrir sína hlið á barningnum í fyrrnefndu viðtali. „Í þessum aðstæðum myndast ósjálfrátt barningur. Ég náði ekki alveg að staðsetja mig nægilega vel. Ég held að ég þurfi að æfa það svolítið - að berjast öxl við öxl og nota olnbogana. Þetta er alveg íþrótt með snertingum og í því felst líka ákveðin fegurð,“ sagði Aníta. Aníta ætlaði ekki að svekkja sig á því að vera dæmd úr leik þar sem að tími hennar hefði hvort sem er ekki nægt til að komast áfram. „Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða,“ sagði Aníta. Það fylgir sögunni að Aníta og Lovísa Lindh þekkjast vel. Þær hafa oft keppt á móti hvorri annarri og meira segja deilt herbergi. Aníta Hinriksdóttir náði þannig ekki að fylgja eftir árangri sínum á síðasta Evrópumóti en þá komst hún í úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir fékk ekki skráðan tíma í undanúrslitahlaupi 800 metranna á EM í frjálsum í Berlín í gærkvöldi. Íslenska hlaupakonan var dæmd úr leik af dómara hlaupsins fyrir stimpingar við Svía. Tími Anítu hefði hvort sem ekki nægt til að komast í úrslitin en íslenska stelpan var pikkuð út úr hópnum og send í skammakrókinn. „Vð vorum bara allar í einum hópi að slást,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Aníta var í harðri baráttu við hina sænsku Lovísu Lindh í hlaupinu og oft var lítið pláss til að athafna sig. Lovísa endaði hinsvegar út fyrir brautina á einum tímapunkti og Aníta var þá dæmd fyrir að bera ábyrgð á því. Tími Anítu hefði ekki dugað og ákvörðun dómarans var ekki kærð. Lovísu Lindh komst aftur á móti í úrslitahlaupið. Aníta útskýrir sína hlið á barningnum í fyrrnefndu viðtali. „Í þessum aðstæðum myndast ósjálfrátt barningur. Ég náði ekki alveg að staðsetja mig nægilega vel. Ég held að ég þurfi að æfa það svolítið - að berjast öxl við öxl og nota olnbogana. Þetta er alveg íþrótt með snertingum og í því felst líka ákveðin fegurð,“ sagði Aníta. Aníta ætlaði ekki að svekkja sig á því að vera dæmd úr leik þar sem að tími hennar hefði hvort sem er ekki nægt til að komast áfram. „Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða,“ sagði Aníta. Það fylgir sögunni að Aníta og Lovísa Lindh þekkjast vel. Þær hafa oft keppt á móti hvorri annarri og meira segja deilt herbergi. Aníta Hinriksdóttir náði þannig ekki að fylgja eftir árangri sínum á síðasta Evrópumóti en þá komst hún í úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira