Sport

Norskur Ólympíu- og heimsmeistari lést í skelfilegu slysi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vibeke Skofterud.
Vibeke Skofterud. Vísir/Getty
Norðmenn misstu um helgina eina af afreksíþróttakonum sínum í hræðilegu slysi.

Vibeke Skofterud lést þá eftir slys á vatnasleða (jet-ski) en hún fannst ekki fyrr en sólarhring síðar.





Vibeke Skofterud var fyrrum norsk skíðagöngukona sem náði bæði að verða Ólympíu- og heimsmeistari á sínum ferli.

Vibeke Skofterud var 38 ára gömul en hún lagði keppnisskíðin á hilluna árið 2015. Hún vann alls fimmtán mót í heimsbikarnum á sínum ferli.





Vibeke Skofterud varð Ólympíumeistari í 4x5 km boðgöngu á Ólympíuleikunum í  Vancouver árið 2010.  

Skofterud týndist á laugardaginn og lík hennar fannst í gær nálægt eyjunni St Helena í suður-Noregi.

„Hin lífsglaða Vibeke okkar er farin frá okkur. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Vibeke og hennar nánustu,“ sagði Vidar Lofshus, framkvæmdastjóri norska skíðagöngulandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×