Stefnir á að bæta Íslandsmetið Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir á meistaramóti ÍR. Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita