Lífið

Birtu svakalegt myndband af árekstri Clooney

Kristín Ólafsdóttir skrifar
George Clooney var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn en útskrifaður þaðan samdægurs.
George Clooney var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn en útskrifaður þaðan samdægurs. Vísir/Getty

Ítalski fjölmiðillinn Corriere Della Sera birti í gær myndband úr öryggismyndavél sem sýnir áreksturinn sem bandaríski leikarinn George Clooney lenti í á þriðjudag.

Slysið virðist nokkuð harkalegt en í myndbandinu sést hvernig fólksbíl er ekið inn á öfugan vegarhelming. Bíllinn stöðvast skyndilega, að öllum líkindum þegar bílstjórinn tekur eftir mótórhjólunum sem koma í áttina að honum á fullri ferð.

Fyrra mótorhjólið sveigir fram hjá en hið síðara, sem Clooney ekur, lendir framan á bílnum. Ljóst er að áreksturinn er harkalegur þar sem leikarinn virðist kastast af baki hjólsins.

Clooney var fluttur á sjúkrahús í kjölfar slyssins en var útskrifaður þaðan samdægurs. Áreksturinn varð á ítölsku eyjunni Sardiníu þar sem Clooney hefur dvalið síðan í maí við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Catch-22.

Myndband af árekstrinum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

George Clooney slasaður eftir mótorhjólaslys

Haft er eftir ítölskum miðlum að Clooney, sem er 57 ára gamall, hafi verið á leið á tökustað í dag, þriðjudag, á mótorhjóli sínu og lent í árekstri við bíl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.