Lífið

George Clooney slasaður eftir mótorhjólaslys

Kristín Ólafsdóttir skrifar
George Clooney er 57 ára.
George Clooney er 57 ára. Vísir/Getty

Bandaríski leikarinn George Clooney var fluttur á sjúkrahús á ítölsku eyjunni Sardiníu í dag eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi. Clooney hefur þegar verið útskrifaður af spítalanum.

AP-fréttastofan hefur eftir ítölskum miðlum að Clooney, sem er 57 ára gamall, hafi verið á leið á tökustað í dag, þriðjudag, á mótorhjóli sínu og lent í árekstri við bíl. Héraðsblaðið La Nuova Sardegna birti mynd af slysstað sem fullyrt er að sýni mótorhjól Clooneys og fólksbíl. Slysið er sagt hafa orðið í Olbia-héraði í grennd við Corallina-ströndina.Clooney á villu við hið ítalska Como-vatn, sem staðsett er á meginlandinu, en hefur dvalið á Sardiníu síðan í maí við tökur á sjónvarpsþáttunum Catch-22. Clooney bæði leikstýrir og leikur í þáttunum en leikararnir Hugh Laurie, Kyle Chandler og Christopher Abbott fara einnig með hlutverk í þeim.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.