Tiana Ósk og Jóhann Björn tóku fyrsta sætið | Ásdís langefst Dagur Lárusson skrifar 14. júlí 2018 17:00 Tiana Ósk hefur verið nánast óstöðvandi á þessu ári. vísir/Anton Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira