„Það fylgir þessu birta og gleði...“ Pálmi Gunnarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. Tilefnið, viðtal við Einar K. í fréttablaði fiskeldisfyrirtækja. Ekkert nýtt þar á ferðinni en ég ætla hins vegar að dvelja aðeins við orð fiskmatskonunnar fyrir austan. Þau eru mjög skiljanleg, fullt að gera við slátrun og pökkun á eldislaxi í einu fallegasta þorpi landsins sem fór illa út úr kvótadæminu með tilheyrandi vandræðum. Það sama á við um fjölmarga aðra staði landsins sem misstu frá sér hluta af lífsbjörginni. Sömu birtu- og bjartsýnisraddir heyrast að vestan þar sem nú þegar er stundað viðamikið sjókvíaeldi í nokkrum fjörðum á norskum eldislaxi. Ég fór að velta fyrir mér, verandi sú dreifbýlistútta sem ég er, alinn upp við sjávarsíðuna í þorpi austur á landi, hvort svipuð gleði og birta hefði ekki fylgt fiskeldi sem stundað hefði verið frá byrjun í lokuðum kerfum uppi á landi undir öruggum hatti. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna halda því eðlilega fram að það sé vonlaust vegna kostnaðar en ég velti fyrir mér hvort þeir sem eru að færa sig upp á land í stórum stíl séu að gera það af því bara. Auðvitað kæra norsku fjárfestarnir og íslenskir meðreiðarsveinar þeirra, sem hafa á methraða komið sér fyrir í íslenskum fjörðum í gegnum gatslitið regluverk, sig ekki um að sjá þessar hugmyndir. Þess í stað er stofnað til hernaðar gegn náttúru landsins og til að það gangi er fólki att saman með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Ég þekki persónulega engan andstæðing sjókvíaeldis í opnum kvíum, sem hefur eitthvað á móti eldi á fiski. En ég þekki hins vegar marga sem virðast tilbúnir að horfa fram hjá ógnvænlegum afleiðingum þess að ala laxfisk svo ekki sé talað um af norskum uppruna, í opnum sjókvíum, fyrir aukaskammt af birtu og gleði. Það er afleiðing klókrar markaðssetningar norsk-íslenskra fyrirtækja í fiskeldi sem bjóða íbúum svæðanna bjarta framtíð fyrir aðgang að íslenskum fjörðum. Yfirgengilegur hagnaður norska fiskeldisiðnaðarins, sem nú haslar sér völl á Íslandi, hefur gert það að verkum að stjórnvöld horfa í gegnum fingur sér þegar kemur að leyfisveitingum, það er gott fyrir pólitískan frama að búa til ný störf þó eitthvað þurfi undan að láta í þeim viðskiptum. Ekki er verra ef pólitíkusar eiga hreinna hagsmuna að gæta eins og komið hefur hvað eftir annað upp innan norsku stjórnsýslunnar. Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni. Fyrr á árinu bárust fréttir af stórslysum í eldi Arnarlax og vandræðalegri eftirfylgni eftirlitsstofnana vegna þeirra. Í Berufirði var sama uppi á teningnum og enn berast fréttir af götóttum kvíum hjá Arnarlaxi. Öllum sem hafa kynnt sér sögu laxeldis í opnum kvíum vita að sjókvíar halda ekki í verstu veðrum og eru alls ekki kjarnorkuheldar eins og írskur ráðherra eldismála hélt fram rétt áður en allur lax slapp úr kvíum í írskum firði eftir óveðurshvell. Í Chile sprakk fyrir stuttu kví í óveðri með þeim afleiðingum að nálægt sjö hundruð þúsund laxar sluppu. Niðurstaðan er þessi og engir talsmenn sjókvíaeldis fá því breytt. Lax sleppur úr sjókvíum og einatt í miklu magni, sjávarkuldi drepur hann í stórum stíl eins og gerðist hjá Arnarlaxi, lúsin veður uppi við réttar aðstæður með hrikalegum afleiðingum, nýjustu fréttir af lúsafaraldri fyrir vestan og leyfi MAST til notkunar á lúsaeitri staðfestir þetta, sjúkdómar herja á eldislaxinn og mengunin frá eldinu er mikil. Allt þetta má koma í veg fyrir með því að ala fiskinn í lokuðum kerfum uppi á landi.Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. Tilefnið, viðtal við Einar K. í fréttablaði fiskeldisfyrirtækja. Ekkert nýtt þar á ferðinni en ég ætla hins vegar að dvelja aðeins við orð fiskmatskonunnar fyrir austan. Þau eru mjög skiljanleg, fullt að gera við slátrun og pökkun á eldislaxi í einu fallegasta þorpi landsins sem fór illa út úr kvótadæminu með tilheyrandi vandræðum. Það sama á við um fjölmarga aðra staði landsins sem misstu frá sér hluta af lífsbjörginni. Sömu birtu- og bjartsýnisraddir heyrast að vestan þar sem nú þegar er stundað viðamikið sjókvíaeldi í nokkrum fjörðum á norskum eldislaxi. Ég fór að velta fyrir mér, verandi sú dreifbýlistútta sem ég er, alinn upp við sjávarsíðuna í þorpi austur á landi, hvort svipuð gleði og birta hefði ekki fylgt fiskeldi sem stundað hefði verið frá byrjun í lokuðum kerfum uppi á landi undir öruggum hatti. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna halda því eðlilega fram að það sé vonlaust vegna kostnaðar en ég velti fyrir mér hvort þeir sem eru að færa sig upp á land í stórum stíl séu að gera það af því bara. Auðvitað kæra norsku fjárfestarnir og íslenskir meðreiðarsveinar þeirra, sem hafa á methraða komið sér fyrir í íslenskum fjörðum í gegnum gatslitið regluverk, sig ekki um að sjá þessar hugmyndir. Þess í stað er stofnað til hernaðar gegn náttúru landsins og til að það gangi er fólki att saman með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Ég þekki persónulega engan andstæðing sjókvíaeldis í opnum kvíum, sem hefur eitthvað á móti eldi á fiski. En ég þekki hins vegar marga sem virðast tilbúnir að horfa fram hjá ógnvænlegum afleiðingum þess að ala laxfisk svo ekki sé talað um af norskum uppruna, í opnum sjókvíum, fyrir aukaskammt af birtu og gleði. Það er afleiðing klókrar markaðssetningar norsk-íslenskra fyrirtækja í fiskeldi sem bjóða íbúum svæðanna bjarta framtíð fyrir aðgang að íslenskum fjörðum. Yfirgengilegur hagnaður norska fiskeldisiðnaðarins, sem nú haslar sér völl á Íslandi, hefur gert það að verkum að stjórnvöld horfa í gegnum fingur sér þegar kemur að leyfisveitingum, það er gott fyrir pólitískan frama að búa til ný störf þó eitthvað þurfi undan að láta í þeim viðskiptum. Ekki er verra ef pólitíkusar eiga hreinna hagsmuna að gæta eins og komið hefur hvað eftir annað upp innan norsku stjórnsýslunnar. Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni. Fyrr á árinu bárust fréttir af stórslysum í eldi Arnarlax og vandræðalegri eftirfylgni eftirlitsstofnana vegna þeirra. Í Berufirði var sama uppi á teningnum og enn berast fréttir af götóttum kvíum hjá Arnarlaxi. Öllum sem hafa kynnt sér sögu laxeldis í opnum kvíum vita að sjókvíar halda ekki í verstu veðrum og eru alls ekki kjarnorkuheldar eins og írskur ráðherra eldismála hélt fram rétt áður en allur lax slapp úr kvíum í írskum firði eftir óveðurshvell. Í Chile sprakk fyrir stuttu kví í óveðri með þeim afleiðingum að nálægt sjö hundruð þúsund laxar sluppu. Niðurstaðan er þessi og engir talsmenn sjókvíaeldis fá því breytt. Lax sleppur úr sjókvíum og einatt í miklu magni, sjávarkuldi drepur hann í stórum stíl eins og gerðist hjá Arnarlaxi, lúsin veður uppi við réttar aðstæður með hrikalegum afleiðingum, nýjustu fréttir af lúsafaraldri fyrir vestan og leyfi MAST til notkunar á lúsaeitri staðfestir þetta, sjúkdómar herja á eldislaxinn og mengunin frá eldinu er mikil. Allt þetta má koma í veg fyrir með því að ala fiskinn í lokuðum kerfum uppi á landi.Höfundur er tónlistarmaður
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun