Fjársjóður framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Við lifum á tímum örra breytinga sem fela í sér ótal spennandi tækifæri fyrir ungt fólk. Háskólar eru aflvakar nýsköpunar og breytinga í atvinnu- og þjóðlífi. Flestar tækninýjungar og uppgötvanir sem kollvarpað hafa lífsháttum okkar eiga með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til háskólanna. Til þeirra má einnig rekja nýja strauma og stefnur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálum sem gerbylt hafa hugmyndum okkar um einstaklinginn og samfélagið. Í nýlegri yfirlýsingu evrópskra menntamálaráðherra er vikið sérstaklega að þessu og lögð áhersla á að hlúa að háskólastarfi, akademísku frelsi og heilindum, verja sjálfstæði háskólanna, tryggja virka þátttöku nemenda og stuðla að samfélagslegri ábyrgð og jafnrétti. Sé horft til þeirra ævintýralegu tæknibreytinga og flóknu áskorana sem framundan eru og krefjast nýrra og þverfræðilegra lausna, sést að aldrei áður hefur verið jafnbrýn þörf fyrir fólk með fjölbreytta háskólamenntun og einmitt nú. Við skulum hafa þetta í huga þegar rætt er um takmarkanir á aðgengi að háskólanámi og þeirri spurningu er velt upp hvort of margir úr hverjum árgangi ljúki háskólanámi. Sterk rök hníga að því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þegar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikilvægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að háskólamenntun. Í okkar litla samfélagi eru nú vel yfir tíu prósent þjóðarinnar af erlendu bergi brotin en hlutfallsleg þátttaka þeirra í háskólanámi er mun minni. Háskólamenntun er undirstaða framfara en rannsóknir sýna að háskólagráða er líka ein besta fjárfesting einstaklingsins á lífsleiðinni. Gildi hennar birtist ekki síst í því að þeir sem lokið hafa háskólanámi telja sig almennt búa við meiri starfsánægju, betri heilsu, meiri hamingju og eru líklegri til að vera virkir í lýðræðissamfélagi en almennt gengur og gerist. Þannig eru háskólar fjársjóður framtíðar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum örra breytinga sem fela í sér ótal spennandi tækifæri fyrir ungt fólk. Háskólar eru aflvakar nýsköpunar og breytinga í atvinnu- og þjóðlífi. Flestar tækninýjungar og uppgötvanir sem kollvarpað hafa lífsháttum okkar eiga með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til háskólanna. Til þeirra má einnig rekja nýja strauma og stefnur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálum sem gerbylt hafa hugmyndum okkar um einstaklinginn og samfélagið. Í nýlegri yfirlýsingu evrópskra menntamálaráðherra er vikið sérstaklega að þessu og lögð áhersla á að hlúa að háskólastarfi, akademísku frelsi og heilindum, verja sjálfstæði háskólanna, tryggja virka þátttöku nemenda og stuðla að samfélagslegri ábyrgð og jafnrétti. Sé horft til þeirra ævintýralegu tæknibreytinga og flóknu áskorana sem framundan eru og krefjast nýrra og þverfræðilegra lausna, sést að aldrei áður hefur verið jafnbrýn þörf fyrir fólk með fjölbreytta háskólamenntun og einmitt nú. Við skulum hafa þetta í huga þegar rætt er um takmarkanir á aðgengi að háskólanámi og þeirri spurningu er velt upp hvort of margir úr hverjum árgangi ljúki háskólanámi. Sterk rök hníga að því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þegar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikilvægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að háskólamenntun. Í okkar litla samfélagi eru nú vel yfir tíu prósent þjóðarinnar af erlendu bergi brotin en hlutfallsleg þátttaka þeirra í háskólanámi er mun minni. Háskólamenntun er undirstaða framfara en rannsóknir sýna að háskólagráða er líka ein besta fjárfesting einstaklingsins á lífsleiðinni. Gildi hennar birtist ekki síst í því að þeir sem lokið hafa háskólanámi telja sig almennt búa við meiri starfsánægju, betri heilsu, meiri hamingju og eru líklegri til að vera virkir í lýðræðissamfélagi en almennt gengur og gerist. Þannig eru háskólar fjársjóður framtíðar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar