Segir tillögurnar geta breytt internetinu til hins verra Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira