Segir tillögurnar geta breytt internetinu til hins verra Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira