Lífið

David Beckham lýsir ást sinni á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Beckham virðist vera afar sáttur með veiðiferðina
Beckham virðist vera afar sáttur með veiðiferðina Vísir
Knattspyrnumaðurinn David Beckham er staddur á Íslandi í veiði með vini sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hann birtir myndir af veiðiferðinni á Instagram og segist elska Ísland.

Nútíminn hafði áður greint frá því að Beckham væri staddur á Íslandi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands. Renndi hann fyrir laxi í Langá árið 2016 en þá var hann í för með Victoriu Beckham, eiginkonu sinni og börnum, en nú virðist hann vera einn á ferð.

Beckham birtir myndir af veiðiferðinni á Instagram og í texta á einni myndinni segir hann: „Þeir eru kannski dottnir út af HM en fjandinn hafi það, ég elska Ísland,“ en Beckham táknar Ísland með íslenska fánanum.

Ef marka má myndirnar virðist Beckham vera í góðu yfirlæti við veiðarnar í Norðurá með félaga sínum Björgólfi Thor en þeir kynntust þegar börn þeirra gengu saman í skóla.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.