Pavel ekki með íslenska landsliðinu í sumar: Æfingahópur sumarsins klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 11:42 Pavel Ermolinskij. Vísir/Bára KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér
Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum