Lífið

Jón Gnarr bjó til Magnús Magnús Magnússon

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Gnarr og Eric Cantona voru í góðum gír þegar þeir hittust á Íslandi í apríl síðastliðnum.
Jón Gnarr og Eric Cantona voru í góðum gír þegar þeir hittust á Íslandi í apríl síðastliðnum.
Einn eftirminnilegasti karakter úr Áramótaskaupinu síðustu ár er Magnús Magnús Magnússon sem kom fram á sjónarsviðið í Skaupinu árið 2016. Magnús Magnús Magnússon er hugarsmíð Jóns Gnarr en hann upplýsti um það í viðtali við franska knattspyrnumanninn Eric Cantona á dögunum.

Magnús Magnús gat ekki gert hið fræga víkingaklapp í takt við þjóðina og olli það honum miklu hugarangri enda var hann hreinlega útundan þegar allir Íslendingar tóku sig til, klöppuðu í takt og öskruðu Hú!

Magnús Magnús lýsti þessari upplifun sinni í dramatísku viðtali við Helga Seljan í Skaupinu og vann hug og hjörtu þjóðarinnar um leið.

Fóstbræður sáu um Áramótaskaupið 2016 og var því leikstýrt af Jóni Gnarr, sem sagði síðan frá Magnúsi Magnúsi í viðtali við Cantona þegar franska knattspyrnugoðsögnin var stödd hér á landi í apríl síðastliðnum til að kynna sér íslenska „knattspyrnuundrið.“

„Ég bjó til karakter fyrir áramótaskaupið sem bara náði ekki víkingaklappinu. Hann klappaði alltaf á röngum tíma. Hann heitir meira að segja Magnús Magnús Magnússon,“ sagði Jón og var Cantona mikið skemmt, grenjandi úr hlátri.

Hér fyrir neðan má sjá innslagið úr Skaupinu um Magnús Magnús.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×