Tvö dónaleg haust gefa út sitt fyrsta lag í sautján ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2018 14:30 Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vinna í mínum málum. Lagið er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér í 17 ár og er af plötu sveitarinnar, væntanlegri með haustinu og mun hún bera nafnið Miðaldra. Það er óhætt að segja að í laginu kveði við nýjan tón og að gáskafullt gleðipönkið sem einkenndi fyrstu plötuna, Mjög fræg geislaplata, hafi vikið fyrir ljúfsárri sögu af miðaldra manni í leit að svörum við eigin breyskleikum. Hvort lagið og myndbandið endurspegli þroskasögu hljómsveitarmeðlima skal ósagt látið en líf hins miðaldra íslenska karlmanns er einmitt viðfangsefni nýju plötunnar. Myndbandið var skotið í júní, að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er Tryggvi Már – gítarleikari hljómsveitarinnar sem túlkar miðaldra dreng sem er að manna sig upp í að biðja konu sína afsökunar og taka við sér aftur á nýjum forsendum. Í hlutverki ömmunnar er Sigfríður Nieljohniusdóttir, 98 ára og eini 80 ára stúdent landsins á lífi. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og um klippingu sá Ernir Ómarsson. Þótt langt sé liðið síðan sveitin sendi frá sér nýtt lag hafa vinirnir í hljómsveitinni haldið þræði, spilað í partíum, afmælum og brúðkaupum og farið í tónleikaferð til Coventry. Í vetur hafa staðið yfir útsetningar, æfingar og upptökur á nýju efni sem nú fer að líta dagsins ljós. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Upptökum á plötunni Miðaldra, stjórnar Þórður Gunnar Þorvaldsson. Sveitin er að sjálfsögðu á Facebook og Youtube, ásamt því að allt efni sveitarinnar er aðgengilegt á Spotify. Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hljómsveitin Tvö dónaleg haust sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vinna í mínum málum. Lagið er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér í 17 ár og er af plötu sveitarinnar, væntanlegri með haustinu og mun hún bera nafnið Miðaldra. Það er óhætt að segja að í laginu kveði við nýjan tón og að gáskafullt gleðipönkið sem einkenndi fyrstu plötuna, Mjög fræg geislaplata, hafi vikið fyrir ljúfsárri sögu af miðaldra manni í leit að svörum við eigin breyskleikum. Hvort lagið og myndbandið endurspegli þroskasögu hljómsveitarmeðlima skal ósagt látið en líf hins miðaldra íslenska karlmanns er einmitt viðfangsefni nýju plötunnar. Myndbandið var skotið í júní, að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er Tryggvi Már – gítarleikari hljómsveitarinnar sem túlkar miðaldra dreng sem er að manna sig upp í að biðja konu sína afsökunar og taka við sér aftur á nýjum forsendum. Í hlutverki ömmunnar er Sigfríður Nieljohniusdóttir, 98 ára og eini 80 ára stúdent landsins á lífi. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og um klippingu sá Ernir Ómarsson. Þótt langt sé liðið síðan sveitin sendi frá sér nýtt lag hafa vinirnir í hljómsveitinni haldið þræði, spilað í partíum, afmælum og brúðkaupum og farið í tónleikaferð til Coventry. Í vetur hafa staðið yfir útsetningar, æfingar og upptökur á nýju efni sem nú fer að líta dagsins ljós. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Upptökum á plötunni Miðaldra, stjórnar Þórður Gunnar Þorvaldsson. Sveitin er að sjálfsögðu á Facebook og Youtube, ásamt því að allt efni sveitarinnar er aðgengilegt á Spotify.
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira