Tvö dónaleg haust gefa út sitt fyrsta lag í sautján ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2018 14:30 Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vinna í mínum málum. Lagið er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér í 17 ár og er af plötu sveitarinnar, væntanlegri með haustinu og mun hún bera nafnið Miðaldra. Það er óhætt að segja að í laginu kveði við nýjan tón og að gáskafullt gleðipönkið sem einkenndi fyrstu plötuna, Mjög fræg geislaplata, hafi vikið fyrir ljúfsárri sögu af miðaldra manni í leit að svörum við eigin breyskleikum. Hvort lagið og myndbandið endurspegli þroskasögu hljómsveitarmeðlima skal ósagt látið en líf hins miðaldra íslenska karlmanns er einmitt viðfangsefni nýju plötunnar. Myndbandið var skotið í júní, að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er Tryggvi Már – gítarleikari hljómsveitarinnar sem túlkar miðaldra dreng sem er að manna sig upp í að biðja konu sína afsökunar og taka við sér aftur á nýjum forsendum. Í hlutverki ömmunnar er Sigfríður Nieljohniusdóttir, 98 ára og eini 80 ára stúdent landsins á lífi. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og um klippingu sá Ernir Ómarsson. Þótt langt sé liðið síðan sveitin sendi frá sér nýtt lag hafa vinirnir í hljómsveitinni haldið þræði, spilað í partíum, afmælum og brúðkaupum og farið í tónleikaferð til Coventry. Í vetur hafa staðið yfir útsetningar, æfingar og upptökur á nýju efni sem nú fer að líta dagsins ljós. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Upptökum á plötunni Miðaldra, stjórnar Þórður Gunnar Þorvaldsson. Sveitin er að sjálfsögðu á Facebook og Youtube, ásamt því að allt efni sveitarinnar er aðgengilegt á Spotify. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Hljómsveitin Tvö dónaleg haust sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vinna í mínum málum. Lagið er það fyrsta sem hljómsveitin sendir frá sér í 17 ár og er af plötu sveitarinnar, væntanlegri með haustinu og mun hún bera nafnið Miðaldra. Það er óhætt að segja að í laginu kveði við nýjan tón og að gáskafullt gleðipönkið sem einkenndi fyrstu plötuna, Mjög fræg geislaplata, hafi vikið fyrir ljúfsárri sögu af miðaldra manni í leit að svörum við eigin breyskleikum. Hvort lagið og myndbandið endurspegli þroskasögu hljómsveitarmeðlima skal ósagt látið en líf hins miðaldra íslenska karlmanns er einmitt viðfangsefni nýju plötunnar. Myndbandið var skotið í júní, að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er Tryggvi Már – gítarleikari hljómsveitarinnar sem túlkar miðaldra dreng sem er að manna sig upp í að biðja konu sína afsökunar og taka við sér aftur á nýjum forsendum. Í hlutverki ömmunnar er Sigfríður Nieljohniusdóttir, 98 ára og eini 80 ára stúdent landsins á lífi. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson og um klippingu sá Ernir Ómarsson. Þótt langt sé liðið síðan sveitin sendi frá sér nýtt lag hafa vinirnir í hljómsveitinni haldið þræði, spilað í partíum, afmælum og brúðkaupum og farið í tónleikaferð til Coventry. Í vetur hafa staðið yfir útsetningar, æfingar og upptökur á nýju efni sem nú fer að líta dagsins ljós. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ómar Örn Magnússon, Sigfús Ólafsson, Skúli Magnús Þorvaldsson, Stefán Gunnarsson og Tryggvi Már Gunnarsson. Upptökum á plötunni Miðaldra, stjórnar Þórður Gunnar Þorvaldsson. Sveitin er að sjálfsögðu á Facebook og Youtube, ásamt því að allt efni sveitarinnar er aðgengilegt á Spotify.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira