Ekkert pláss fyrir einelti í þessum heimi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 10:15 Hin 14 ára Millie Bobby Brown hætti sjálf á Twitter vegna neteineltis. Skjáskot/MTV Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér. Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér.
Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25
Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00
14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein