Hátíð í bæ Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júní 2018 10:00 Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð!
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun