Fjögur gull í Liechtenstein og tveggja áratuga gamalt Íslandsmet slegið Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 17:41 Kolbeinn Höður nældi í tvö gull. vísir/daníel Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttafólkið okkar nældi sér í fjögur gull á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum en keppt var í Liechtenstein í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi ser í gull í 200 metra hlaupi en hann kom fyrstur í mark á 20,98 sekúndum. Hann var þrettán sekúndubrotum á ndan Paisios Dimitradis frá Kýpur. Ívar Kristinn Jasonarson nældi sér einnig í gull en það var í 400 metra hlaupi. Hann hljóp á 47,76 sekúndum. Næstur kom Vincent Karger frá Lúxemborg á 48,01. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 23,61 sekúndu. Guðbjörg vann ekki bara silfur heldur bætti hún einnig 21 árs gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Guðrún hljóp á 23,81 í Óðinsvé sumarið 1997 en nú bætir Guðbjörg Jóna metið. Guðbjörg er sautján ára gömul og tími hennar er sá besti í Evrópu, í átján ára og yngri, á þessu ári. Magnaður árangur. Guðni Valur Guðnason kastaði lengst í kringlukasti en hann kastaði 60,25 metra. Hann kastaði nokkur lengra en næsti maður, Rafail Antoniou, sem kastaði 58,99 metra. Íslenska sveitin í boðhlaupi kom fyrst í mark en í íslenska hópnum hlupu þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi, Kolbeinn Höður og Ívar Kristinn. Þeir komu í mark á 1:52,71 sekúndum en í öðru sæti var Moldóva á 1:53,63. Í 100 metra spretthlaupi kom Kolbeinn Höður sá þriðji í mark en hann hljóp á 10,79 sekúndum. Haldhafi Íslandsmetins, Ari Bragi Kárason, lenti í fimmta sætinu á 10,94 sekúndum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir nældi sér í brons í hástökkvi kvenna. Hún stökk hæst 1,73 og var jöfn Despoina Charalambous frá Kýpur sem stökk jafn hátt. Thelma Lind Kristjánsdóttir nældi sér í silfur í kringlukasti er hún kastaði 52,80 metra. Gullið tók Dimitriana Surdu sem kastaði 53,13. Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupari úr FH, fékk brons í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,49 sekúndum en gullið tók Kalliopi Kountouri frá Kýpur á 54,64 sekúndum. Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna nældi sér í silfur. Tíana Ósk, Þórdís Eva, Hrafnhild Hermóðsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir hlupu fyrir Íslands hönd. Þær komu í mark á 2:11,36 en fremstar voru stelpurnar frá Kýpur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira