Ólík upplifun af sjálfum með frægum í ratleikjum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2018 23:28 Egill Helgason, Sóli Hólm og Margrét Erla Maack ræða sjálfur með frægum. Vísir/GVA/Stefán Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira