Ólík upplifun af sjálfum með frægum í ratleikjum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2018 23:28 Egill Helgason, Sóli Hólm og Margrét Erla Maack ræða sjálfur með frægum. Vísir/GVA/Stefán Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira