Ólík upplifun af sjálfum með frægum í ratleikjum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2018 23:28 Egill Helgason, Sóli Hólm og Margrét Erla Maack ræða sjálfur með frægum. Vísir/GVA/Stefán Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Fleiri fréttir Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Fleiri fréttir Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein