Ólík upplifun af sjálfum með frægum í ratleikjum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2018 23:28 Egill Helgason, Sóli Hólm og Margrét Erla Maack ræða sjálfur með frægum. Vísir/GVA/Stefán Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um ratleiki þar sem vinahópar og starfsmenn fyrirtækja í hópefli ferðast iðulega um borg og bý leit að stigum fyrir „verkefni“ sem eru lögð fyrir þá í þessum sívinsæla leik. Þessi iðja hefur verið sérstaklega vinsæl þegar verið er að annað hvort steggja eða gæsa einstaklinga sem eru á leið í hjónaband og er oftast nær eitt „verkefni“ í þessum ratleikjum sem felst í því að fá mynd af sér með einhverjum frægum. Ísland er ekki fjölmennt land og hópur frægra ekki ýkja stór. Það veldur því að þessi fámenni hópur frægra hér á landi þarf að sitja ansi oft fyrir á myndum með ókunnugum á ferðum sínum. Þetta leggst misvel í þjóðþekkta einstaklinga. Einn þeirra er fjölmiðlakonan fyrrverandi Margrét Erla Maack sem starfar í dag sem sviðslistakona. Hún vakti máls á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hún sagði þessa iðju vera óþolandi.Þetta selfí með frægum er ömurlegt kids. Ég snappaði á eitthvað aumingjans gæsapartí í dag. Ég er manneskja, ekki þjóðareign. Ég er ekki merkilegri en annað fólk. https://t.co/pN1LjPVtM3— margrét erla maack (@mokkilitli) June 9, 2018 Uppistandarinn Sóli Hólm tók þátt í umræðunni og sagðist ekki deila þessari upplifun Margrétar. Sagði Sóli að hann yrði vafalaust ekki langlífur í skemmtanabransanum án aðdáenda sinna og sagði að þeir mættu alltaf fá mynd af sér.Kæru fans! Ég deili ekki þessari upplifun. Megið alltaf fá mynd með mér, anytime. Ég yrði ekki langlífur í bransanum án ykkar. Love, Hólm. https://t.co/KUGtorn2Ub— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 9, 2018 Undir þetta tók fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og sömuleiðis uppistandarinn Bylgja Babýlóns sem finnst slíkar fyrirspurnir fyndnar þar sem það sé yfirleitt þannig að aðeins ein manneskja úr hópnum þekki hana.Mér finnst þetta alltaf geggjað fyndið því það er yfirleitt bara ein manneskja í hópnum sem veit hver ég er, útskýrir það fyrir hinum og þau bara sona “she'll do”— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) June 9, 2018 Margrét vakti einnig máls á þessu á Facebook þar sem hún sagði þessar fyrirspurnir ókunnugra afar einkennilegar í hennar tilviki þar sem hún væri í raun ekkert fræg. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sagði þetta vera daglegt brauð í hans tilviki enda einn allra þekktasti tónlistarmaður landsins. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði fólk yfirleitt kurteist og almennilegt þegar það biður um „selfie“ með honum. Hann deildi góðri sögu með svari sínu en hún var frá heimsókn John F. Kennedy yngri hingað til lands á tíunda áratug síðustu aldar. John F. Kennedy yngri er sonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og vöktu ferðir hans hér á landi jafnan mikla athygli. Egill rifjar upp þegar Kennedy yngri stöðvaði á Búðardal til að taka bensín. Í glugga kaupfélagsins stóð fjöldi manns og góndi út. Töldu flestir að þeir sem horfðu út um gluggann væru að fylgjast með Kennedy yngri en í ljós kom að athygli þeirra beindist að tónlistar- og útvarpsmanninum Þorgeiri Ástvaldssyni sem var að taka bensín fyrir aftan Kennedy.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira