Í vagninum Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2018 10:00 Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun