Tölum íslensku! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun