„Hann segir mjög oft brandara, þó þeir séu ekki alltaf mjög fyndnir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2018 14:00 Dagur B. virðist vera nokkuð hress maður ef marka má orð vina og vandamanna. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Þar var rætt við fólk sem er náið honum og lýsir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, honum sem lífsglöðum manni. „Hann er þrautseigur, skemmtilegur og hefur eðlislega jákvæðni,“ segir Jón. „Ég hef aldrei hitt mann sem hefur jafn mikla ástríðu fyrir þessari borg,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir. Dagur fæddist 19. júní í Osló árið 1972. Hann flutti stuttu síðar heim til Íslands og hóf nám við Árbæjarskóla. Þaðan fór hann í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann varð stúdent árið 1992. Því næst fór hann í læknisfræðina og lauks síðan meistaraprófi í mannréttindum og alþjóðalögum við Háskólann í Lundi árið 2005. „Fyrir það fyrsta fannst mér hann bara hrikalega sætur, skemmtilegur og klár,“ segir Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona Dags, en hún starfar sem læknir. Þau kynntust árið 1998. Dagur og Arna eiga saman fjögur börn. „Þrátt fyrir langa vinnudaga þá er hann mjög til staðar fyrir börnin. Við leggjum mikið upp úr því að borða morgunmat saman, borða kvöldmat saman og eiga svona okkar fjölskyldustundir.“Dagur er í dag borgarstjóri Reykjavíkur.„Hann segir mjög oft brandara, þó þeir séu ekki alltaf mjög fyndnir. En ég dáist að því hvað honum finnst hann sjálfur fyndinn. Stundum hittir hann í mark, kannski einn af hverjum tíu bröndurum hitta alveg í mark,“ segir Ilmur og bætir því við að sumir brandarar fari einfaldlega hringinn og verði í raun fyndnir. „Þetta eru í raun þríaura brandarar og í sjálfu sér bara mjög fyndið hvað þetta er lélegt,“ segir Jón Gnarr en Dagur segir í samtali við Ásgeir Erlendsson í þættinum í gær: „Jón sagði stundum við mig þegar við vorum að fara á fund kannski með Orkuveitunni. „Eigum við ekki að láta fagmennina um grínið.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá júní 2014. Arna segir að Dagur sér gríðarlega rómantískur. Gallarnir eru þeir að Dagur eigi til með að einangra sig, þegar álagið er mikið. Þannig lýsir Ilmur honum. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Þar var rætt við fólk sem er náið honum og lýsir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, honum sem lífsglöðum manni. „Hann er þrautseigur, skemmtilegur og hefur eðlislega jákvæðni,“ segir Jón. „Ég hef aldrei hitt mann sem hefur jafn mikla ástríðu fyrir þessari borg,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir. Dagur fæddist 19. júní í Osló árið 1972. Hann flutti stuttu síðar heim til Íslands og hóf nám við Árbæjarskóla. Þaðan fór hann í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann varð stúdent árið 1992. Því næst fór hann í læknisfræðina og lauks síðan meistaraprófi í mannréttindum og alþjóðalögum við Háskólann í Lundi árið 2005. „Fyrir það fyrsta fannst mér hann bara hrikalega sætur, skemmtilegur og klár,“ segir Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona Dags, en hún starfar sem læknir. Þau kynntust árið 1998. Dagur og Arna eiga saman fjögur börn. „Þrátt fyrir langa vinnudaga þá er hann mjög til staðar fyrir börnin. Við leggjum mikið upp úr því að borða morgunmat saman, borða kvöldmat saman og eiga svona okkar fjölskyldustundir.“Dagur er í dag borgarstjóri Reykjavíkur.„Hann segir mjög oft brandara, þó þeir séu ekki alltaf mjög fyndnir. En ég dáist að því hvað honum finnst hann sjálfur fyndinn. Stundum hittir hann í mark, kannski einn af hverjum tíu bröndurum hitta alveg í mark,“ segir Ilmur og bætir því við að sumir brandarar fari einfaldlega hringinn og verði í raun fyndnir. „Þetta eru í raun þríaura brandarar og í sjálfu sér bara mjög fyndið hvað þetta er lélegt,“ segir Jón Gnarr en Dagur segir í samtali við Ásgeir Erlendsson í þættinum í gær: „Jón sagði stundum við mig þegar við vorum að fara á fund kannski með Orkuveitunni. „Eigum við ekki að láta fagmennina um grínið.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá júní 2014. Arna segir að Dagur sér gríðarlega rómantískur. Gallarnir eru þeir að Dagur eigi til með að einangra sig, þegar álagið er mikið. Þannig lýsir Ilmur honum. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira