„Hann segir mjög oft brandara, þó þeir séu ekki alltaf mjög fyndnir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2018 14:00 Dagur B. virðist vera nokkuð hress maður ef marka má orð vina og vandamanna. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Þar var rætt við fólk sem er náið honum og lýsir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, honum sem lífsglöðum manni. „Hann er þrautseigur, skemmtilegur og hefur eðlislega jákvæðni,“ segir Jón. „Ég hef aldrei hitt mann sem hefur jafn mikla ástríðu fyrir þessari borg,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir. Dagur fæddist 19. júní í Osló árið 1972. Hann flutti stuttu síðar heim til Íslands og hóf nám við Árbæjarskóla. Þaðan fór hann í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann varð stúdent árið 1992. Því næst fór hann í læknisfræðina og lauks síðan meistaraprófi í mannréttindum og alþjóðalögum við Háskólann í Lundi árið 2005. „Fyrir það fyrsta fannst mér hann bara hrikalega sætur, skemmtilegur og klár,“ segir Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona Dags, en hún starfar sem læknir. Þau kynntust árið 1998. Dagur og Arna eiga saman fjögur börn. „Þrátt fyrir langa vinnudaga þá er hann mjög til staðar fyrir börnin. Við leggjum mikið upp úr því að borða morgunmat saman, borða kvöldmat saman og eiga svona okkar fjölskyldustundir.“Dagur er í dag borgarstjóri Reykjavíkur.„Hann segir mjög oft brandara, þó þeir séu ekki alltaf mjög fyndnir. En ég dáist að því hvað honum finnst hann sjálfur fyndinn. Stundum hittir hann í mark, kannski einn af hverjum tíu bröndurum hitta alveg í mark,“ segir Ilmur og bætir því við að sumir brandarar fari einfaldlega hringinn og verði í raun fyndnir. „Þetta eru í raun þríaura brandarar og í sjálfu sér bara mjög fyndið hvað þetta er lélegt,“ segir Jón Gnarr en Dagur segir í samtali við Ásgeir Erlendsson í þættinum í gær: „Jón sagði stundum við mig þegar við vorum að fara á fund kannski með Orkuveitunni. „Eigum við ekki að láta fagmennina um grínið.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá júní 2014. Arna segir að Dagur sér gríðarlega rómantískur. Gallarnir eru þeir að Dagur eigi til með að einangra sig, þegar álagið er mikið. Þannig lýsir Ilmur honum. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Þar var rætt við fólk sem er náið honum og lýsir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, honum sem lífsglöðum manni. „Hann er þrautseigur, skemmtilegur og hefur eðlislega jákvæðni,“ segir Jón. „Ég hef aldrei hitt mann sem hefur jafn mikla ástríðu fyrir þessari borg,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir. Dagur fæddist 19. júní í Osló árið 1972. Hann flutti stuttu síðar heim til Íslands og hóf nám við Árbæjarskóla. Þaðan fór hann í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann varð stúdent árið 1992. Því næst fór hann í læknisfræðina og lauks síðan meistaraprófi í mannréttindum og alþjóðalögum við Háskólann í Lundi árið 2005. „Fyrir það fyrsta fannst mér hann bara hrikalega sætur, skemmtilegur og klár,“ segir Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona Dags, en hún starfar sem læknir. Þau kynntust árið 1998. Dagur og Arna eiga saman fjögur börn. „Þrátt fyrir langa vinnudaga þá er hann mjög til staðar fyrir börnin. Við leggjum mikið upp úr því að borða morgunmat saman, borða kvöldmat saman og eiga svona okkar fjölskyldustundir.“Dagur er í dag borgarstjóri Reykjavíkur.„Hann segir mjög oft brandara, þó þeir séu ekki alltaf mjög fyndnir. En ég dáist að því hvað honum finnst hann sjálfur fyndinn. Stundum hittir hann í mark, kannski einn af hverjum tíu bröndurum hitta alveg í mark,“ segir Ilmur og bætir því við að sumir brandarar fari einfaldlega hringinn og verði í raun fyndnir. „Þetta eru í raun þríaura brandarar og í sjálfu sér bara mjög fyndið hvað þetta er lélegt,“ segir Jón Gnarr en Dagur segir í samtali við Ásgeir Erlendsson í þættinum í gær: „Jón sagði stundum við mig þegar við vorum að fara á fund kannski með Orkuveitunni. „Eigum við ekki að láta fagmennina um grínið.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá júní 2014. Arna segir að Dagur sér gríðarlega rómantískur. Gallarnir eru þeir að Dagur eigi til með að einangra sig, þegar álagið er mikið. Þannig lýsir Ilmur honum. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein