Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fara ört fjölgandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Andrzej stodulski flutti til Íslands árið 2006 til að vinna. Vísir/Skjáskot Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira