Donkey Kong-kóngur sviptur meti vegna svindls Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2018 18:23 Billy Mithcell Vísir/Getty Tölvuleikjaspilarinn Billy Mitchell hefur verið sviptur öllum metum sínum eftir að upp komst að hann hafði svindlað til að ná þeim.Greint er frá þessu á vef Variety en Mitchell skaust upp á stjörnuhiminn eftir að fjallað var um feril hans sem tölvuleikjaspilari í heimildarmyndinni The King of Kong: A Fistful of Quarters. Bandarísku samtökin Twin Galaxies, sem halda skráningu yfir hæsta stigafjöldann í hverjum leik, tilkynntu þetta fyrr í dag. „Með þessum úrskurði, geta Twin Galaxies ekki viðurkennt Billy Mitchell sem þann fyrsta til að ná milljón stigum í Donkey Kong,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin hafa því viðurkennt tölvuleikjaspilarann Steve Wiebe sem þann sem náði fyrstur milljón stigum í Donkey Kong.Steve Wiebe er í dag viðurkenndur sem sá fyrsti til að ná yfir milljón stiga í Donkey Kong.Vísir/GettyHeimildarmyndin The King of Kong: A Fistful of Quarters en hún sagði frá tilraunum Steve Wiebe til að ná heimsmetinu í tölvuleiknum Donkey Kong af Billy Mitchell. Wiebe náði að slá metið og komast yfir milljón stig. Hann sendi upptöku af mettilrauninni til Twin Galaxies sem staðfestu metið og varð Wiebe samstundis nokkuð frægur á Seattle-svæðinu í Bandaríkjunum. Mitchell kallaði eftir því að spilakassinn sem Wiebe notaðist við yrði rannsakaður af Twin Galaxies. Mithcell benti á að í spilakassanum sem Wiebe notaði væri hringrásartæki sem keppinautur Mitchells hefði hannað. Twin Galaxies ákvað því að draga viðurkenninguna á meti Wiebes til baka. Wiebe brá þá á það ráð að slá metið fyrir framan stóran hóp áhorfenda á annað tæki þar sem hann náði 985 þúsund stigum. Gerði það Wiebe að ákveðinni Donkey Kong-goðsögn en Mitchell var hvergi nærri hættur því hann sendi Twin Galaxies upptöku af sér á myndbandsspólu að ná rúmlega einni milljón stiga í Donkey Kong og fékk viðurkenningu á því frá Twin Galaxies, þrátt fyrir mótmæli Wiebe. Twin Galaxies viðurkenndu síðar meir að samtökin hefðu verið ósanngjörn í framkomu gagnvart Wiebe og leyfðu honum að senda inn upptökur af mettilraunum hans í Donkey Kong. Hann náði síðar meir 1.049.100 stigum og fór þar með fram úr Mitchell. Twin Galaxies viðurkenna því Wiebe sem þann fyrsta til að ná yfir einni milljón stiga í Donkey Kong. Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Tölvuleikjaspilarinn Billy Mitchell hefur verið sviptur öllum metum sínum eftir að upp komst að hann hafði svindlað til að ná þeim.Greint er frá þessu á vef Variety en Mitchell skaust upp á stjörnuhiminn eftir að fjallað var um feril hans sem tölvuleikjaspilari í heimildarmyndinni The King of Kong: A Fistful of Quarters. Bandarísku samtökin Twin Galaxies, sem halda skráningu yfir hæsta stigafjöldann í hverjum leik, tilkynntu þetta fyrr í dag. „Með þessum úrskurði, geta Twin Galaxies ekki viðurkennt Billy Mitchell sem þann fyrsta til að ná milljón stigum í Donkey Kong,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin hafa því viðurkennt tölvuleikjaspilarann Steve Wiebe sem þann sem náði fyrstur milljón stigum í Donkey Kong.Steve Wiebe er í dag viðurkenndur sem sá fyrsti til að ná yfir milljón stiga í Donkey Kong.Vísir/GettyHeimildarmyndin The King of Kong: A Fistful of Quarters en hún sagði frá tilraunum Steve Wiebe til að ná heimsmetinu í tölvuleiknum Donkey Kong af Billy Mitchell. Wiebe náði að slá metið og komast yfir milljón stig. Hann sendi upptöku af mettilrauninni til Twin Galaxies sem staðfestu metið og varð Wiebe samstundis nokkuð frægur á Seattle-svæðinu í Bandaríkjunum. Mitchell kallaði eftir því að spilakassinn sem Wiebe notaðist við yrði rannsakaður af Twin Galaxies. Mithcell benti á að í spilakassanum sem Wiebe notaði væri hringrásartæki sem keppinautur Mitchells hefði hannað. Twin Galaxies ákvað því að draga viðurkenninguna á meti Wiebes til baka. Wiebe brá þá á það ráð að slá metið fyrir framan stóran hóp áhorfenda á annað tæki þar sem hann náði 985 þúsund stigum. Gerði það Wiebe að ákveðinni Donkey Kong-goðsögn en Mitchell var hvergi nærri hættur því hann sendi Twin Galaxies upptöku af sér á myndbandsspólu að ná rúmlega einni milljón stiga í Donkey Kong og fékk viðurkenningu á því frá Twin Galaxies, þrátt fyrir mótmæli Wiebe. Twin Galaxies viðurkenndu síðar meir að samtökin hefðu verið ósanngjörn í framkomu gagnvart Wiebe og leyfðu honum að senda inn upptökur af mettilraunum hans í Donkey Kong. Hann náði síðar meir 1.049.100 stigum og fór þar með fram úr Mitchell. Twin Galaxies viðurkenna því Wiebe sem þann fyrsta til að ná yfir einni milljón stiga í Donkey Kong.
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira