Myrti fólk vegna þessa að Trudeau bauð flóttamenn velkomna Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:14 Trudeau á útifundi til minningar um fórnarlömb byssumannsins í fyrra. Vísir/AFP Maður sem skaut sex manns til bana í mosku í Kanada í janúar í fyrra sagði lögreglu að hann hefði framið morðin vegna þess að Justin Trudeau, forsætisráðherra, bauð flóttamenn velkomna til landsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að stöðva komu þeirra til Bandaríkjanna. Upptaka af yfirheyrslu lögreglu á öfgamanninum Alexandre Bissonnette var spiluð í réttarsal þegar fjallað var um refsingu yfir honum í gær. Bissonette á yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsi. Hann sagði lögreglumönnunum að hann hefði haft vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum í aðdraganda morðanna. Það hafi verið orð Trudeau þar sem hann bauð flóttamenn velkomna til Kanada sem hafi hrynt honum yfir brúnina. Hann hafi orðið sannfærður um að fjölskylda hans yrði í hættu stödd ef fleiri flóttamenn kæmu til landsins, að því er segir í frétt The Guardian. „Ég var, þú veist, viss um að þeir myndu koma og drepa foreldra mína líka og fjölskylduna mína,“ sagði Bissonnette. Þráhyggja Bissonnette gagnvart hryðjuverkum hófst þegar íslamskur árásarmaður skaut hermann til bana við stríðsminnisvarða í Ottawa og réðist inn í þinghúsið árið 2014 og hryðjuverkaárásarinnar í Nice í Frakklandi þar sem 86 manns biðu bana árið 2016. Eftir að Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun með ferðabanni á múslimalönd í janúar í fyrra svaraði Trudeau með tísti þar sem hann tók flóttamönnum opnum örmum. „Til þeirra sem flýja ofsóknir, hryðjuverk og stríð, Kanadamenn munu gera ykkur velkomna, óháð trú ykkar. Fjölbreyttni er styrkur okkar #VelkomintilKanada,“ tísti Trudeau 29. janúar í fyrra. Sama dag fór Bissonnette vopnaður riffli og skammbyssu að moskunni í Quebec þar sem fleiri en fimmtíu manns voru. Áður en yfir lauk hafði hann banað sex mönnum og sært nítján aðra. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51 Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Maður sem skaut sex manns til bana í mosku í Kanada í janúar í fyrra sagði lögreglu að hann hefði framið morðin vegna þess að Justin Trudeau, forsætisráðherra, bauð flóttamenn velkomna til landsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að stöðva komu þeirra til Bandaríkjanna. Upptaka af yfirheyrslu lögreglu á öfgamanninum Alexandre Bissonnette var spiluð í réttarsal þegar fjallað var um refsingu yfir honum í gær. Bissonette á yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsi. Hann sagði lögreglumönnunum að hann hefði haft vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum í aðdraganda morðanna. Það hafi verið orð Trudeau þar sem hann bauð flóttamenn velkomna til Kanada sem hafi hrynt honum yfir brúnina. Hann hafi orðið sannfærður um að fjölskylda hans yrði í hættu stödd ef fleiri flóttamenn kæmu til landsins, að því er segir í frétt The Guardian. „Ég var, þú veist, viss um að þeir myndu koma og drepa foreldra mína líka og fjölskylduna mína,“ sagði Bissonnette. Þráhyggja Bissonnette gagnvart hryðjuverkum hófst þegar íslamskur árásarmaður skaut hermann til bana við stríðsminnisvarða í Ottawa og réðist inn í þinghúsið árið 2014 og hryðjuverkaárásarinnar í Nice í Frakklandi þar sem 86 manns biðu bana árið 2016. Eftir að Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun með ferðabanni á múslimalönd í janúar í fyrra svaraði Trudeau með tísti þar sem hann tók flóttamönnum opnum örmum. „Til þeirra sem flýja ofsóknir, hryðjuverk og stríð, Kanadamenn munu gera ykkur velkomna, óháð trú ykkar. Fjölbreyttni er styrkur okkar #VelkomintilKanada,“ tísti Trudeau 29. janúar í fyrra. Sama dag fór Bissonnette vopnaður riffli og skammbyssu að moskunni í Quebec þar sem fleiri en fimmtíu manns voru. Áður en yfir lauk hafði hann banað sex mönnum og sært nítján aðra.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51 Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16