Handbolti

Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Bjarni lætur ÍBV áfram heyra það.
Bjarni lætur ÍBV áfram heyra það. vísir/anton

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar.

„Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.”

Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik.

„Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“

„Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.”

„Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér.

„Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“

Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag.

„Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim.

ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta.

„Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.