Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 21:30 Bjarni lætur ÍBV áfram heyra það. vísir/anton Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. „Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.” Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“ „Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.” „Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér. „Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“ Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag. „Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim. ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta. „Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. „Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.” Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“ „Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.” „Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér. „Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“ Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag. „Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim. ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta. „Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15