Lífið

Högni með nýtt lag með einni vinsælustu danssveit Þýskalands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes og er mikið að gerast hjá þessum flotta söngvara.
Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes og er mikið að gerast hjá þessum flotta söngvara.

Högni Egilsson hefur gefið út nýtt lag og tónlistarmyndband og er það í samstarfi við eina vinsælustu danssveit Þýskalands. Sveitin heitir andhim og ber lagið nafnið Stay Close To Me.

„Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur Högna og alveg sama hvort sem það er tónlist hans með GusGus eða Hjaltalín. Þetta var því einstakt tækifæri fyrir okkur,“ segja meðlimirnir tveir í andhim.

Hér að neðan má hlusta á nýja lagið og sjá myndbandið við það.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.