Elvar neitaði að gefast upp: "Ég vildi ekki enda þetta svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2018 18:15 Elvar Már Friðriksson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik í nótt þegar Barry tryggði sér sæti í átta liða úrslitum 2. deildar háskólaboltans. Barry vann þarna 79-72 sigur á Eckerd og næst á dagskrá er leikur á móti Ferris State í næstu viku en sá leikur fer fram í Sioux Falls. Barry tryggði sér með sigrinum sigur í Suðurhluta útsláttarkeppninnar en tap hefði þýtt að tímabilið væri búið. Elvar skoraði 29 stig í leiknum og tók af skarið þegar liðið var í vandræðum í seinni hálfleiknum. Eckerd komst níu stigum yfir þegar 12:33 voru eftir af leiknum.Elite Again: @BarryUMBB Wins South Region Title. Next Stop, Sioux Falls #GoBarryBucshttps://t.co/wkW4YFGIoh — BarryU Athletics (@GoBarryBucs) March 14, 2018 Elvar setti þá niður tvær risastórar þriggja stiga körfur og kom sínu liði aftur í gang. Elvar fór fyrir sínum mönnum í 14-3 spretti og kom Barry loksins yfir í 62-60 þegar 10:25 voru eftir. „Ég var farinn að halda að þetta yrði minn síðasti leikur og gat ekki hugsað mér að enda þetta svona,“ sagði Elvar í viðtali við heimasíðu Barry.Step 1️⃣: Win the South Region Step 2️⃣: Give @KooperGlick12 a good push@BarryUMBB is going to the #EliteEight!! @GoBarryBucs#D2MBBpic.twitter.com/z7HjDX2iKa — HERO Sports MBB (@HEROSportsMBB) March 14, 2018 „Ég hugsaði bara: Nú eða aldrei. Ég var sem betur fer heppinn og þessi skot mín duttu þar af fór eitt af spjaldinu. Stundum er það þannig að þegar þú vilt þetta svona mikið þá falla hlutirnir með þér,“ sagði Elvar. Elvar hitti úr 11 af 20 skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Hann var einnig með 5 fráköst og 3 stolna bolta en náði ekki að gefa stoðsendingu í leiknum. Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik í nótt þegar Barry tryggði sér sæti í átta liða úrslitum 2. deildar háskólaboltans. Barry vann þarna 79-72 sigur á Eckerd og næst á dagskrá er leikur á móti Ferris State í næstu viku en sá leikur fer fram í Sioux Falls. Barry tryggði sér með sigrinum sigur í Suðurhluta útsláttarkeppninnar en tap hefði þýtt að tímabilið væri búið. Elvar skoraði 29 stig í leiknum og tók af skarið þegar liðið var í vandræðum í seinni hálfleiknum. Eckerd komst níu stigum yfir þegar 12:33 voru eftir af leiknum.Elite Again: @BarryUMBB Wins South Region Title. Next Stop, Sioux Falls #GoBarryBucshttps://t.co/wkW4YFGIoh — BarryU Athletics (@GoBarryBucs) March 14, 2018 Elvar setti þá niður tvær risastórar þriggja stiga körfur og kom sínu liði aftur í gang. Elvar fór fyrir sínum mönnum í 14-3 spretti og kom Barry loksins yfir í 62-60 þegar 10:25 voru eftir. „Ég var farinn að halda að þetta yrði minn síðasti leikur og gat ekki hugsað mér að enda þetta svona,“ sagði Elvar í viðtali við heimasíðu Barry.Step 1️⃣: Win the South Region Step 2️⃣: Give @KooperGlick12 a good push@BarryUMBB is going to the #EliteEight!! @GoBarryBucs#D2MBBpic.twitter.com/z7HjDX2iKa — HERO Sports MBB (@HEROSportsMBB) March 14, 2018 „Ég hugsaði bara: Nú eða aldrei. Ég var sem betur fer heppinn og þessi skot mín duttu þar af fór eitt af spjaldinu. Stundum er það þannig að þegar þú vilt þetta svona mikið þá falla hlutirnir með þér,“ sagði Elvar. Elvar hitti úr 11 af 20 skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Hann var einnig með 5 fráköst og 3 stolna bolta en náði ekki að gefa stoðsendingu í leiknum.
Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira