Handbolti

Björgvin: Algjört bull að menn geti komið of ungir inn í landsliðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, stendur einn eftir af silfurdrengjunum í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar sem tilkynntur var í dag.

Ásgeir Örn Hallgrímsson er meiddur og Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí af persónulegum ástæðum en kynslóðaskiptin vera æ meira áberandi í íslenska liðinu.

„Einhverjir eru kannski í fríi segja þeir þannig það er engin von úti fyrir þessa silfurdrengi að koma aftur. Þetta er skemmtilegt verkefni sem við erum að fara í þannig ég er lítið að spá í hvort þarna séu silfurdrengir eða ekki,“ segir Björgvin Páll sem finnst hann nú ekki vera gamall.

„Mér finnst við eldast voðalega hægt. Ég er með Guðjóni Val í herbergi sem virðist geymdur í formalíni. Ég er búinn að vera fimmtán ár í þessu landsliði. Gummi valdi mig fyrstur og heldur áfram að velja mig þannig ég er glaður að vera í þessum hópi.“

Ungir menn úr Olís-deildinni fá nú tækifæri hjá Guðmundi eins og hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson sem hefur vakið gríðarlega athygli í vetur.

„Það koma alltaf kynslóðaskipti. Það er gaman að sjá þessa ungu og fersku gaura, sérstaklega úr Olís-deildinni, koma upp og banka svona virkilega á dyrnar og komast inn. Ég er viss um að þeir muni láta að sér kveða og vera með læti,“ segir Björgvin.

„Ég held að aldur sé algjörlega afstæður í þessu samhengi. Mér finnst algjört bull að menn geti verið of ungir þegar þeir koma inn í landsliðið. Ég hef ekki ennþá séð mann sturta ferlinum niður í klósettið með því að komast of ungur inn í landsliðið,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Vantar sjö leikmenn úr EM-hópnum

Það eru tæpir tveir mánuðir síðan íslenska landsliðið var á EM í Króatíu og er mikil breyting á landsliðshópnum á þessum stutta tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.