Handbolti

Íslenska landsliðið missir meira en þúsund landsleiki á einu bretti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er meiddur.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er meiddur. Vísir/EPA

Sjö leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM í Króatíu í janúar eru ekki í fyrsta hóp Guðmundar Guðmundssonar. Þar fer gríðarlega reynsla út úr hópnum á einu bretti.

Þessir sjö leikmenn sem Guðmundur velur ekki að þessu sinni hafa samtals spilað 1039 leiki og skorað 2884 mörk fyrir íslenska A-landsliðið.

Guðjón Valur Sigurðsson fær frí af fjölskylduástæðum, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason eru báðir meiddir en hinir fjórir eru ekki valdir í liðið að þessu sinni.

Mestu munar um reynsluna hjá þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni sem hafa verið fastamenn í liðinu í langan tíma. Þessir þrír hafa allir spilað yfir tvö hundruð landsleiki og samtals 803 leiki.

Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilað 347 leiki á landsliðsferlinum og er orðinn leikjahæsti útileikmaður Íslands frá upphafi. Guðjón Valur komst þar upp fyrir Geir Sveinsson sem spilaði á sínum tíma 340 leiki.

Guðmundur Hrafnkelsson er sá leikjahæsti í sögunni með 407 leiki og Guðjóni Val vantar því enn 60 landsleiki til að ná honum.


Sjö ekki með sem voru í EM-hópnum í janúar

Þessir missa af Gulldeildinni:
Guðjón Valur Sigurðsson - 347 leikir, 1816 mörk
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 253 leikir, 422 mörk
Arnór Atlason - 203 leikir, 439 mörk
Kári Kristján Kristjánsson - 134 leikir, 154 mörk
Bjarki Már Gunnarsson - 68 leikir, 16 mörk
Janus Daði Smárason - 24 leikir, 37 mörk
Ágúst Elí Björgvinsson - 10 leikir

Þessir héldu sæti sínu í landsliðinu:
Björgvin Páll Gústavsson
Bjarki Már Elísson
Aron Pálmarsson
Ólafur Guðmundsson
Ómar Ingi Magnússon
Rúnar Kárason
Arnór Þór Gunnarsson
Arnar Freyr Arnarsson
Ýmir Þór GíslasonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.