Handbolti

Vantar sjö leikmenn úr EM-hópnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Atlason lék síðustu landsleiki sína á EM í Króatíu. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum.
Arnór Atlason lék síðustu landsleiki sína á EM í Króatíu. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum. vísir/afp
Það eru tæpir tveir mánuðir síðan íslenska landsliðið var á EM í Króatíu og er mikil breyting á landsliðshópnum á þessum stutta tíma.

Alls vantar sjö leikmenn í hópinn sem voru með landsliðinu í Króatíu.

Ágúst Elí Björgvinsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kári Kristján Kristjánsson og Bjarki Már Gunnarsson eru ekki valdir í hópinn að þessu sinni.

Arnór Atlason er hættur í landsliðinu og leggur skóna á hilluna í sumar. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason eru svo meiddur .

Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Gunnarsson eru báðir í b-landsliðinu en þar eru leikmenn sem eru að banka á A-landsliðsdyrnar.

Það er því ansi mikil reynsla farinn úr hópnum fyrir komandi verkefni í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×