Handbolti

Vantar sjö leikmenn úr EM-hópnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Atlason lék síðustu landsleiki sína á EM í Króatíu. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum.
Arnór Atlason lék síðustu landsleiki sína á EM í Króatíu. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum. vísir/afp

Það eru tæpir tveir mánuðir síðan íslenska landsliðið var á EM í Króatíu og er mikil breyting á landsliðshópnum á þessum stutta tíma.

Alls vantar sjö leikmenn í hópinn sem voru með landsliðinu í Króatíu.

Ágúst Elí Björgvinsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kári Kristján Kristjánsson og Bjarki Már Gunnarsson eru ekki valdir í hópinn að þessu sinni.

Arnór Atlason er hættur í landsliðinu og leggur skóna á hilluna í sumar. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason eru svo meiddur .

Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Gunnarsson eru báðir í b-landsliðinu en þar eru leikmenn sem eru að banka á A-landsliðsdyrnar.

Það er því ansi mikil reynsla farinn úr hópnum fyrir komandi verkefni í Noregi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.