Wendy Williams opnar sig um Graves sjúkdóminn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 23:08 Wendy Williams glímir við Graves sjúkdóminn og ofvirkan skjaldkirtil. Vísir/afp Spjallþáttadrottningin Wendy Williams opnaði sig um Graves sjúkdóminn í bandaríska þættinum Good Morning America eftir að hafa þurft að taka sér hlé frá störfum til að hlúa að heilsunni. Hún er með ofvirkan skjaldkirtil og Graves sjúkdóminn. Hún er þáttastjórnandi þáttanna Wendy en hún fær til sín störnur úr skemmtanageiranum auk þess sem hún slúðrar með áhorfendum sínum. Eftir nauðsynlega pásu snýr Williams aftur á skjáinn en í þetta skiptið segir hún að heilsa sín sé algjört forgangsatriði og að hún ætli sér ekki að leyfa vinnunni að ná yfirhöndinni „Við sem konur, sérstaklega ef við eigum fjölskyldu, sjáum um börnin, heimilið og eiginmennina. Við hugsum um alla aðra en okkur sjálfar,“ segir Wendy. Að því er virðist, segir Wendy, tengist þetta alhliða vinnuálag ekki félagshagfræðilegri stöðu konunnar. „Alveg sama hvaða stöðu konan gegnir. Við erum allar á sama báti,“ segir Williams sem þvertekur fyrir að láta þetta yfir sig ganga því nú sé heilsan í fyrirrúmi. „Wendy í fyrsta sæti,“ segir hún staðföst.Wendy Williams stýrir samnefndum spjallþætti og þykir ansi fyndin og frökk.vísir/afpÍ samtali við tímaritið People segir Williams frá því þegar hún var fyrst greind með Graves sjúkdóminn, sjálfsofnæmissjúkdóm sem hefur áhrif á skjaldkirtilinn. Hún fékk greininguna fyrir nítján árum og hún segist líða mun betur eftir að hafa tekið hlé frá störfum til að hlúa betur að sér og heilsunni. „Mér líður hundrað sinnum betur en mér leið fyrir fáeinum mánuðum. Það var sem stormur færi í gegnum líkamann minn. Það fær best lýst ástandi mínu,“ segir Williams „Ástandið varð eins slæmt og raun bar vitni því í hálft ár hafði ég hafði látið það sitja á hakanum að hitta innkirtlasérfræðinginn minn,“ segir Williams sem tók viðskiptafund fram yfir læknisheimsóknina. Williams hefur sagt frá því í þætti sínum að hún gengur um dags daglega með hárkollu því röskunin á virkni skjaldkirtilsins veldur hárlosi. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Spjallþáttadrottningin Wendy Williams opnaði sig um Graves sjúkdóminn í bandaríska þættinum Good Morning America eftir að hafa þurft að taka sér hlé frá störfum til að hlúa að heilsunni. Hún er með ofvirkan skjaldkirtil og Graves sjúkdóminn. Hún er þáttastjórnandi þáttanna Wendy en hún fær til sín störnur úr skemmtanageiranum auk þess sem hún slúðrar með áhorfendum sínum. Eftir nauðsynlega pásu snýr Williams aftur á skjáinn en í þetta skiptið segir hún að heilsa sín sé algjört forgangsatriði og að hún ætli sér ekki að leyfa vinnunni að ná yfirhöndinni „Við sem konur, sérstaklega ef við eigum fjölskyldu, sjáum um börnin, heimilið og eiginmennina. Við hugsum um alla aðra en okkur sjálfar,“ segir Wendy. Að því er virðist, segir Wendy, tengist þetta alhliða vinnuálag ekki félagshagfræðilegri stöðu konunnar. „Alveg sama hvaða stöðu konan gegnir. Við erum allar á sama báti,“ segir Williams sem þvertekur fyrir að láta þetta yfir sig ganga því nú sé heilsan í fyrirrúmi. „Wendy í fyrsta sæti,“ segir hún staðföst.Wendy Williams stýrir samnefndum spjallþætti og þykir ansi fyndin og frökk.vísir/afpÍ samtali við tímaritið People segir Williams frá því þegar hún var fyrst greind með Graves sjúkdóminn, sjálfsofnæmissjúkdóm sem hefur áhrif á skjaldkirtilinn. Hún fékk greininguna fyrir nítján árum og hún segist líða mun betur eftir að hafa tekið hlé frá störfum til að hlúa betur að sér og heilsunni. „Mér líður hundrað sinnum betur en mér leið fyrir fáeinum mánuðum. Það var sem stormur færi í gegnum líkamann minn. Það fær best lýst ástandi mínu,“ segir Williams „Ástandið varð eins slæmt og raun bar vitni því í hálft ár hafði ég hafði látið það sitja á hakanum að hitta innkirtlasérfræðinginn minn,“ segir Williams sem tók viðskiptafund fram yfir læknisheimsóknina. Williams hefur sagt frá því í þætti sínum að hún gengur um dags daglega með hárkollu því röskunin á virkni skjaldkirtilsins veldur hárlosi.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“