Wendy Williams opnar sig um Graves sjúkdóminn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 23:08 Wendy Williams glímir við Graves sjúkdóminn og ofvirkan skjaldkirtil. Vísir/afp Spjallþáttadrottningin Wendy Williams opnaði sig um Graves sjúkdóminn í bandaríska þættinum Good Morning America eftir að hafa þurft að taka sér hlé frá störfum til að hlúa að heilsunni. Hún er með ofvirkan skjaldkirtil og Graves sjúkdóminn. Hún er þáttastjórnandi þáttanna Wendy en hún fær til sín störnur úr skemmtanageiranum auk þess sem hún slúðrar með áhorfendum sínum. Eftir nauðsynlega pásu snýr Williams aftur á skjáinn en í þetta skiptið segir hún að heilsa sín sé algjört forgangsatriði og að hún ætli sér ekki að leyfa vinnunni að ná yfirhöndinni „Við sem konur, sérstaklega ef við eigum fjölskyldu, sjáum um börnin, heimilið og eiginmennina. Við hugsum um alla aðra en okkur sjálfar,“ segir Wendy. Að því er virðist, segir Wendy, tengist þetta alhliða vinnuálag ekki félagshagfræðilegri stöðu konunnar. „Alveg sama hvaða stöðu konan gegnir. Við erum allar á sama báti,“ segir Williams sem þvertekur fyrir að láta þetta yfir sig ganga því nú sé heilsan í fyrirrúmi. „Wendy í fyrsta sæti,“ segir hún staðföst.Wendy Williams stýrir samnefndum spjallþætti og þykir ansi fyndin og frökk.vísir/afpÍ samtali við tímaritið People segir Williams frá því þegar hún var fyrst greind með Graves sjúkdóminn, sjálfsofnæmissjúkdóm sem hefur áhrif á skjaldkirtilinn. Hún fékk greininguna fyrir nítján árum og hún segist líða mun betur eftir að hafa tekið hlé frá störfum til að hlúa betur að sér og heilsunni. „Mér líður hundrað sinnum betur en mér leið fyrir fáeinum mánuðum. Það var sem stormur færi í gegnum líkamann minn. Það fær best lýst ástandi mínu,“ segir Williams „Ástandið varð eins slæmt og raun bar vitni því í hálft ár hafði ég hafði látið það sitja á hakanum að hitta innkirtlasérfræðinginn minn,“ segir Williams sem tók viðskiptafund fram yfir læknisheimsóknina. Williams hefur sagt frá því í þætti sínum að hún gengur um dags daglega með hárkollu því röskunin á virkni skjaldkirtilsins veldur hárlosi. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Spjallþáttadrottningin Wendy Williams opnaði sig um Graves sjúkdóminn í bandaríska þættinum Good Morning America eftir að hafa þurft að taka sér hlé frá störfum til að hlúa að heilsunni. Hún er með ofvirkan skjaldkirtil og Graves sjúkdóminn. Hún er þáttastjórnandi þáttanna Wendy en hún fær til sín störnur úr skemmtanageiranum auk þess sem hún slúðrar með áhorfendum sínum. Eftir nauðsynlega pásu snýr Williams aftur á skjáinn en í þetta skiptið segir hún að heilsa sín sé algjört forgangsatriði og að hún ætli sér ekki að leyfa vinnunni að ná yfirhöndinni „Við sem konur, sérstaklega ef við eigum fjölskyldu, sjáum um börnin, heimilið og eiginmennina. Við hugsum um alla aðra en okkur sjálfar,“ segir Wendy. Að því er virðist, segir Wendy, tengist þetta alhliða vinnuálag ekki félagshagfræðilegri stöðu konunnar. „Alveg sama hvaða stöðu konan gegnir. Við erum allar á sama báti,“ segir Williams sem þvertekur fyrir að láta þetta yfir sig ganga því nú sé heilsan í fyrirrúmi. „Wendy í fyrsta sæti,“ segir hún staðföst.Wendy Williams stýrir samnefndum spjallþætti og þykir ansi fyndin og frökk.vísir/afpÍ samtali við tímaritið People segir Williams frá því þegar hún var fyrst greind með Graves sjúkdóminn, sjálfsofnæmissjúkdóm sem hefur áhrif á skjaldkirtilinn. Hún fékk greininguna fyrir nítján árum og hún segist líða mun betur eftir að hafa tekið hlé frá störfum til að hlúa betur að sér og heilsunni. „Mér líður hundrað sinnum betur en mér leið fyrir fáeinum mánuðum. Það var sem stormur færi í gegnum líkamann minn. Það fær best lýst ástandi mínu,“ segir Williams „Ástandið varð eins slæmt og raun bar vitni því í hálft ár hafði ég hafði látið það sitja á hakanum að hitta innkirtlasérfræðinginn minn,“ segir Williams sem tók viðskiptafund fram yfir læknisheimsóknina. Williams hefur sagt frá því í þætti sínum að hún gengur um dags daglega með hárkollu því röskunin á virkni skjaldkirtilsins veldur hárlosi.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein