Fórnarlambsvæðing Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. mars 2018 07:00 Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur stundum skrifað bakþankagreinar um að fólk geri of mikið af því að tala opinberlega um eigin áföll og eigin vandamál; hann hefur talað um „fórnarlambavæðingu“, haldið fram gildi þess að bera harm sinn í hljóði eins og fólk gerði að hans mati í Íslendingasögunum; hann hefur talað um að áföll séu nú einu sinni hluti af lífinu og ekki ástæða til að fjölyrða um þau í viðtölum. Um slík viðtöl skrifaði hann umtalaða grein og notaði um þau hugtakið „aumingi vikunnar“. Nokkru síðan kom Óttar raunar sjálfur fram í viðtali og ræddi um það hversu erfitt það hefði verið sér að „stíga fram“ og gagnrýna þessa umræðu. Nú bregður svo við að Óttar telur sig hafa fundið verðugt fórnarlamb, og þarf að leita nokkuð langt aftur til þess. Það er Kristmann Guðmundsson sem Óttar segir í Bakþankagrein þann 3.3. að hafi verið lagður í einelti af föður mínum, Thor Vilhjálmssyni, um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, og hafi Thor viljað með þessu ganga í augun á Kristni E. Andréssyni kommúnistaleiðtoga og stundað „hjarðhegðun“. Þessa speki hefur Óttar úr skáldsögu eftir Sigurjón Magnússon um Kristmann og kærumál hans á hendur Thor. Sjálfur birti faðir minn sína hlið þessara mála í bókinni Faldafeykir, sem ég er viss um að vinir mínir í Bókinni gætu fundið handa Óttari að lesa. Við mér horfir þetta svona: bókmenntir eru stundum átakasvæði, enda er þar í vissum skilningi tekist á um aðganginn að heilabúi og tilfinningalífi lesenda. Thor sagði skoðun sína umbúðalaust á Kristmanni og talaði þar enga tæpitungu frekar en hann var vanur. Það jafngildir ekki því að leggja mann í einelti. Kristmann fór halloka í samskiptum þeirra – það jafngildir ekki því að vera lagður í einelti. Thor sýndi fram á ritstuld Kristmanns (kunnuglegt) í þessum réttarhöldum, en það gerir Thor ekki að „hjarðdýri“. Thor var ekki þannig skapi farinn að hann gengi erinda annarra, flokka eða einstaklinga, og fjarri öllu lagi að útmála hann sem hlaupasnata Kristins E. Andréssonar. Hann var ekki einu sinni útgefandi verka Thors á þessum árum þegar Helgafell, undir stjórn Sjálfstæðismannsins Ragnars í Smára, var helsta forlag landsins. Kristinn E. hafði einangrast eftir innrás Rússa í Ungverjaland, afhjúpanir á ógnarverkum Stalíns og ofsóknir á hendur skáldum í Rússlandi á borð við Pasternak. Hann kunni Thor litlar þakkir fyrir bókina Undir gervitungli sem kom út 1959 og fjallaði á háðskan hátt um ferð Thors til Sovétríkjanna og það voru aðrir höfundar sem Kristinn E. hampaði sem vonarstjörnum íslenskra bókmennta á þessum tíma; Jóhannes Helgi og Ingimar Erlendur Sigurðsson. Honum fannst Thor vera í hópi hinna „tómu penna“. Ég hef frá því ég man eftir mér vanist því að heyra fólk segja hitt og þetta um föður minn. Ég veit að hann var fyrirferðarmikill maður og kippi mér ekki upp við að heyra fólk viðra alls konar skoðanir á honum og verkum hans. En mér leiðist að sjá hann sakaðan um ofbeldi á borð við einelti, því að það var einfaldlega fjarri lundarfari hans að veitast að minni máttar og hvað þá að hann hefði staðið í slíku til að þóknast valdamönnum. Ég held að fólk sem á annað borð hafði kynni af föður mínum – jafnvel sem andstæðingi í menningarátökunum hér í fámenninu og fásinninu – viti hversu fráleitar þessar ásakanir eru. Hann var viðkvæmur maður og geðríkur, „gæddur geði hvers veðurs“ eins og Þorsteinn frá Hamri orðaði það í ljóði um Thor. Hann hafði ýmsa galla en sú mynd sem dregin er upp af honum og framgöngu hans hér er röng að mínu mati og grunnfærnisleg. Eineltisseggur var hann ekki – þýlyndur var hann ekki. Kristmann varð að vísu fyrir barðinu á orðkynngi Thors, og hafði lítinn sóma af málarekstri sínum þó hann ynni meiðyrðamálið. Hann var hins vegar ekki einstæðingur og smælingi í augum föður míns, heldur fulltrúi og skjólstæðingur ráðandi afla í íslensku menningarlífi. Hann var meðal annars ritdómari Morgunblaðsins og skrifaði þar oft dóma um verk ungra höfunda sem öðru fremur urðu til að afla honum orðspors í þeirra röðum. Um bók Thors, Daga mannsins, tíu árum fyrir þessi viðskipti, skrifaði Kristmann afar neikvæða umsögn þar sem hann talar meðal annars um „sjúklegt svartnætti þunglyndis og tilfinningasemi“ og ráðleggur skáldinu unga að fara í síld eða vegavinnu, jafnvel í heyskap úti í sveit, því hann skorti „heilbrigð viðfangsefni“. Hér hæðist roskinn og virtur höfundur að ungum og óöruggum manni sem er að feta sig inn á höfundabrautina og berjast við að finna sér tilverugrundvöll í umhverfi sem honum finnst sér fjandsamlegt. Svipaðar glósur fékk hann um þessar mundir frá Gunnari Benediktssyni, einum af bókmenntaprelátum kommanna, sem skrifaði í Þjóðviljann að Thor væri „með í blóði sínu dauða heillar stéttar“, en afi Thors var Thor Jensen athafnamaður. Samt myndi ég ekki nota orð eins og „einelti“ hér. Slík orð verða að fá að hafa sína merkingu. Það eru til raunveruleg fórnarlömb eineltis og gagnstætt Óttari tel ég að það sé alltaf gott og heilbrigt að stíga fram og segja frá slíkri reynslu; að bera harm sinn með hljóðum er betra en að að bera hann í hljóði. Það má ekki gera lítið úr raunverulegum fórnarlömbum með gáleysislegri notkun orðsins, ekki síst þegar um er að ræða geðlækni sem margt fólk heldur að viti hvað hann er að tala um.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur stundum skrifað bakþankagreinar um að fólk geri of mikið af því að tala opinberlega um eigin áföll og eigin vandamál; hann hefur talað um „fórnarlambavæðingu“, haldið fram gildi þess að bera harm sinn í hljóði eins og fólk gerði að hans mati í Íslendingasögunum; hann hefur talað um að áföll séu nú einu sinni hluti af lífinu og ekki ástæða til að fjölyrða um þau í viðtölum. Um slík viðtöl skrifaði hann umtalaða grein og notaði um þau hugtakið „aumingi vikunnar“. Nokkru síðan kom Óttar raunar sjálfur fram í viðtali og ræddi um það hversu erfitt það hefði verið sér að „stíga fram“ og gagnrýna þessa umræðu. Nú bregður svo við að Óttar telur sig hafa fundið verðugt fórnarlamb, og þarf að leita nokkuð langt aftur til þess. Það er Kristmann Guðmundsson sem Óttar segir í Bakþankagrein þann 3.3. að hafi verið lagður í einelti af föður mínum, Thor Vilhjálmssyni, um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, og hafi Thor viljað með þessu ganga í augun á Kristni E. Andréssyni kommúnistaleiðtoga og stundað „hjarðhegðun“. Þessa speki hefur Óttar úr skáldsögu eftir Sigurjón Magnússon um Kristmann og kærumál hans á hendur Thor. Sjálfur birti faðir minn sína hlið þessara mála í bókinni Faldafeykir, sem ég er viss um að vinir mínir í Bókinni gætu fundið handa Óttari að lesa. Við mér horfir þetta svona: bókmenntir eru stundum átakasvæði, enda er þar í vissum skilningi tekist á um aðganginn að heilabúi og tilfinningalífi lesenda. Thor sagði skoðun sína umbúðalaust á Kristmanni og talaði þar enga tæpitungu frekar en hann var vanur. Það jafngildir ekki því að leggja mann í einelti. Kristmann fór halloka í samskiptum þeirra – það jafngildir ekki því að vera lagður í einelti. Thor sýndi fram á ritstuld Kristmanns (kunnuglegt) í þessum réttarhöldum, en það gerir Thor ekki að „hjarðdýri“. Thor var ekki þannig skapi farinn að hann gengi erinda annarra, flokka eða einstaklinga, og fjarri öllu lagi að útmála hann sem hlaupasnata Kristins E. Andréssonar. Hann var ekki einu sinni útgefandi verka Thors á þessum árum þegar Helgafell, undir stjórn Sjálfstæðismannsins Ragnars í Smára, var helsta forlag landsins. Kristinn E. hafði einangrast eftir innrás Rússa í Ungverjaland, afhjúpanir á ógnarverkum Stalíns og ofsóknir á hendur skáldum í Rússlandi á borð við Pasternak. Hann kunni Thor litlar þakkir fyrir bókina Undir gervitungli sem kom út 1959 og fjallaði á háðskan hátt um ferð Thors til Sovétríkjanna og það voru aðrir höfundar sem Kristinn E. hampaði sem vonarstjörnum íslenskra bókmennta á þessum tíma; Jóhannes Helgi og Ingimar Erlendur Sigurðsson. Honum fannst Thor vera í hópi hinna „tómu penna“. Ég hef frá því ég man eftir mér vanist því að heyra fólk segja hitt og þetta um föður minn. Ég veit að hann var fyrirferðarmikill maður og kippi mér ekki upp við að heyra fólk viðra alls konar skoðanir á honum og verkum hans. En mér leiðist að sjá hann sakaðan um ofbeldi á borð við einelti, því að það var einfaldlega fjarri lundarfari hans að veitast að minni máttar og hvað þá að hann hefði staðið í slíku til að þóknast valdamönnum. Ég held að fólk sem á annað borð hafði kynni af föður mínum – jafnvel sem andstæðingi í menningarátökunum hér í fámenninu og fásinninu – viti hversu fráleitar þessar ásakanir eru. Hann var viðkvæmur maður og geðríkur, „gæddur geði hvers veðurs“ eins og Þorsteinn frá Hamri orðaði það í ljóði um Thor. Hann hafði ýmsa galla en sú mynd sem dregin er upp af honum og framgöngu hans hér er röng að mínu mati og grunnfærnisleg. Eineltisseggur var hann ekki – þýlyndur var hann ekki. Kristmann varð að vísu fyrir barðinu á orðkynngi Thors, og hafði lítinn sóma af málarekstri sínum þó hann ynni meiðyrðamálið. Hann var hins vegar ekki einstæðingur og smælingi í augum föður míns, heldur fulltrúi og skjólstæðingur ráðandi afla í íslensku menningarlífi. Hann var meðal annars ritdómari Morgunblaðsins og skrifaði þar oft dóma um verk ungra höfunda sem öðru fremur urðu til að afla honum orðspors í þeirra röðum. Um bók Thors, Daga mannsins, tíu árum fyrir þessi viðskipti, skrifaði Kristmann afar neikvæða umsögn þar sem hann talar meðal annars um „sjúklegt svartnætti þunglyndis og tilfinningasemi“ og ráðleggur skáldinu unga að fara í síld eða vegavinnu, jafnvel í heyskap úti í sveit, því hann skorti „heilbrigð viðfangsefni“. Hér hæðist roskinn og virtur höfundur að ungum og óöruggum manni sem er að feta sig inn á höfundabrautina og berjast við að finna sér tilverugrundvöll í umhverfi sem honum finnst sér fjandsamlegt. Svipaðar glósur fékk hann um þessar mundir frá Gunnari Benediktssyni, einum af bókmenntaprelátum kommanna, sem skrifaði í Þjóðviljann að Thor væri „með í blóði sínu dauða heillar stéttar“, en afi Thors var Thor Jensen athafnamaður. Samt myndi ég ekki nota orð eins og „einelti“ hér. Slík orð verða að fá að hafa sína merkingu. Það eru til raunveruleg fórnarlömb eineltis og gagnstætt Óttari tel ég að það sé alltaf gott og heilbrigt að stíga fram og segja frá slíkri reynslu; að bera harm sinn með hljóðum er betra en að að bera hann í hljóði. Það má ekki gera lítið úr raunverulegum fórnarlömbum með gáleysislegri notkun orðsins, ekki síst þegar um er að ræða geðlækni sem margt fólk heldur að viti hvað hann er að tala um.Höfundur er alþingismaður
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun