Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 06:34 Jacinda Ardern og Clark Gayford vissu ekki hvernig þau áttu að haga sér. Skjáskot Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37