Finna frelsið og nýja sýn á lífið í gegnum leiklistina Benedikt Bóas skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Leiklistarskólinn Opnar dyr er tíu ára um þessar mundir. Þar hafa margir stigið út fyrir þægindarammann. Opnar Dyr „Það er allt að gerast. Nýtt námskeið að byrja á morgun meira að segja,“ segir Ólöf Sverrisdóttir en hún ásamt Ólafi Guðmundssyni hefur starfrækt leiklistarskólann Opnar dyr í áratug. Skólinn er fyrir fullorðna, allt frá 17 ára aldri og upp úr. Á þessum árum hafa þau látið fjölda manns stíga út fyrir þægindahringinn sinn og segir Ólöf að það eitt sé stórt skref í átt til frelsis og óheftari tjáningar. „Þetta er fyrir alla þá sem vilja en það eru ekki margir sem hafa komið sem eru eldri en 70 ára. Þetta er skemmtilegt þegar blandast. Núna eru komnar bókanir frá einum sem er nýorðinn 17 ára og einni sem er orðinn fimmtug.“Það er mikið stuð á æfingum hjá leiklistarskólanum Opnar dyr.Leiklistarskólinn Opnar dyr eða námskeiðin á vegum skólans einbeita sér að æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og leikgleði á sama tíma og nemendur læra leik og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu. „Það er alls konar fólk að koma. Sumir sem eru á leiðinni til útlanda að læra eða vilja komast í áhugamannaleikhús en líka fólk sem er að koma og gera eitthvað skemmtilegt og hrista upp í tilverunni. Brjótast út úr hefðbundinni hegðun og stíga út fyrir þægindaramman. Þeir eru að fá mikið út úr þessum námskeiðinu því þeir finna frelsið og fá orku og sjálfstraust. Aðrir hafa skipt um atvinnu eftir þetta. Viðskiptafræðingur hætti og fór að læra jóga. Sagði að þetta hefði bjargað lífi hans. Honum fannst hann sjá aðrar hliðar á lífinu.“ Hún bendir á að þegar fólk stígur út úr þægindarammanum þá uppgötvi það nýjar hliðar á sjálfu sér. „Það er ýmislegt sem fólk segir við okkur. Við notumst við spuna til að takast á við aðstæður í lífinu. Fólk verður þá opið og tilbúið að takast á við hvað sem er.“Leikgleðin í fyrrirúmi.Hún segir að það taki ekki langan tíma að ná tökum og strax í þriðja tíma eru þau farin að sjá mikinn mun á fólki. „Þá er fólk komið á annan stað. Við erum með æfingar sem losa um hömlur og það sem er að stoppa fólk af. Það þarf að þora. Um leið og rútínan er brotin upp þá losnar um fólk.“ Byrjendanámskeiðið hefst á morgun í Listdansskólanum við Engjateig. Námskeiðið er eingöngu í sjö skipti í þetta sinn. Þau Ólafur og Ólöf eru bæði hámenntuð í leiklist og leiklistarkennslu. „Ef einhvern langar en er eitthvað feiminn eða óöruggur þá á hann auðvitað að skella sér á námskeiðið. Þetta námskeið hjálpar fólki að finna öryggi í sjálfu sér og blómstra í lífinu. Sköpunargleði og frjáls tjáning hjálpa nemendum að njóta augnabliksins og til að treysta sjálfum sér í öllum aðstæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Það er allt að gerast. Nýtt námskeið að byrja á morgun meira að segja,“ segir Ólöf Sverrisdóttir en hún ásamt Ólafi Guðmundssyni hefur starfrækt leiklistarskólann Opnar dyr í áratug. Skólinn er fyrir fullorðna, allt frá 17 ára aldri og upp úr. Á þessum árum hafa þau látið fjölda manns stíga út fyrir þægindahringinn sinn og segir Ólöf að það eitt sé stórt skref í átt til frelsis og óheftari tjáningar. „Þetta er fyrir alla þá sem vilja en það eru ekki margir sem hafa komið sem eru eldri en 70 ára. Þetta er skemmtilegt þegar blandast. Núna eru komnar bókanir frá einum sem er nýorðinn 17 ára og einni sem er orðinn fimmtug.“Það er mikið stuð á æfingum hjá leiklistarskólanum Opnar dyr.Leiklistarskólinn Opnar dyr eða námskeiðin á vegum skólans einbeita sér að æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og leikgleði á sama tíma og nemendur læra leik og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu. „Það er alls konar fólk að koma. Sumir sem eru á leiðinni til útlanda að læra eða vilja komast í áhugamannaleikhús en líka fólk sem er að koma og gera eitthvað skemmtilegt og hrista upp í tilverunni. Brjótast út úr hefðbundinni hegðun og stíga út fyrir þægindaramman. Þeir eru að fá mikið út úr þessum námskeiðinu því þeir finna frelsið og fá orku og sjálfstraust. Aðrir hafa skipt um atvinnu eftir þetta. Viðskiptafræðingur hætti og fór að læra jóga. Sagði að þetta hefði bjargað lífi hans. Honum fannst hann sjá aðrar hliðar á lífinu.“ Hún bendir á að þegar fólk stígur út úr þægindarammanum þá uppgötvi það nýjar hliðar á sjálfu sér. „Það er ýmislegt sem fólk segir við okkur. Við notumst við spuna til að takast á við aðstæður í lífinu. Fólk verður þá opið og tilbúið að takast á við hvað sem er.“Leikgleðin í fyrrirúmi.Hún segir að það taki ekki langan tíma að ná tökum og strax í þriðja tíma eru þau farin að sjá mikinn mun á fólki. „Þá er fólk komið á annan stað. Við erum með æfingar sem losa um hömlur og það sem er að stoppa fólk af. Það þarf að þora. Um leið og rútínan er brotin upp þá losnar um fólk.“ Byrjendanámskeiðið hefst á morgun í Listdansskólanum við Engjateig. Námskeiðið er eingöngu í sjö skipti í þetta sinn. Þau Ólafur og Ólöf eru bæði hámenntuð í leiklist og leiklistarkennslu. „Ef einhvern langar en er eitthvað feiminn eða óöruggur þá á hann auðvitað að skella sér á námskeiðið. Þetta námskeið hjálpar fólki að finna öryggi í sjálfu sér og blómstra í lífinu. Sköpunargleði og frjáls tjáning hjálpa nemendum að njóta augnabliksins og til að treysta sjálfum sér í öllum aðstæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira