Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Frá Öxnadal. Blöndulína þrjú á að liggja í hlíðinni ofan við Hóla í Öxnadal við hlið gamallar byggðalínu sem fyrir er. VÍSIR/VILHELM Friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hefur verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra til staðfestingar. Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, á persónulegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem hún er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sif hefur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Valssyni stundað skógrækt og ýmislegt fleira á jörðinni, sem er í Öxnadal, gegnt Hraundranga, sem er eitt frægasta kennileiti Norðurlands. Þau hafa farið fram á að jörðin verði friðlýst og er friðlýsingin nú á borði ráðherra. Ástæður þess að þau fara fram á friðlýsingu er meðal annars til að torvelda lagningu Blöndulínu 3 sem á að fara yfir jörð þeirra. Hafa þau kært og gert athugasemdir við lagningu línunnar allt frá 2013.Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.Vísir/HARIFyrir liggur að Landsnet hefur frá 2008 haft á teikniborðinu að leggja Blöndulínu 3, frá Blöndu til Akureyrar, til að styrkja flutningskerfi raforku. Gamla byggðalínan ber ekki nægilega raforku til Eyjafjarðar þar sem stór fyrirtæki hafa þurft að keyra á steinolíu þegar taka þarf af þeim rafmagn vegna truflana í kerfi Landsnets. Háværar raddir eru uppi um að efla þurfi byggðalínuna og raforkuöryggi í Eyjafirði. Nú er friðun Hóla á borði ráðherra og þarf Guðmundur að taka afstöðu til þess hvort hann skrifi upp á friðlýsingu lands í eigu aðstoðarmanns síns. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eftir að ég kom inn í ráðuneytið. Ég hef ekki farið yfir það en í svona málum er hvert mál metið. Ef einhverjar líkur eru á vanhæfi eða ástæða þykir til að skoða vanhæfi þá mun stjórnsýslan fara yfir það,“ segir Guðmundur. Sif segir í samtali við blaðið að hún telji ráðherra ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó undirmaður hans, hún í þessu tilviki, hafi barist fyrir því að jörðin verði friðuð til að koma í veg fyrir lagningu línunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er dregið fram að tryggja þurfi afhendingaröryggi raforku á öllu landinu og er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja orku inn á Eyjafjarðarsvæðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hefur verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra til staðfestingar. Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, á persónulegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem hún er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sif hefur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Valssyni stundað skógrækt og ýmislegt fleira á jörðinni, sem er í Öxnadal, gegnt Hraundranga, sem er eitt frægasta kennileiti Norðurlands. Þau hafa farið fram á að jörðin verði friðlýst og er friðlýsingin nú á borði ráðherra. Ástæður þess að þau fara fram á friðlýsingu er meðal annars til að torvelda lagningu Blöndulínu 3 sem á að fara yfir jörð þeirra. Hafa þau kært og gert athugasemdir við lagningu línunnar allt frá 2013.Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.Vísir/HARIFyrir liggur að Landsnet hefur frá 2008 haft á teikniborðinu að leggja Blöndulínu 3, frá Blöndu til Akureyrar, til að styrkja flutningskerfi raforku. Gamla byggðalínan ber ekki nægilega raforku til Eyjafjarðar þar sem stór fyrirtæki hafa þurft að keyra á steinolíu þegar taka þarf af þeim rafmagn vegna truflana í kerfi Landsnets. Háværar raddir eru uppi um að efla þurfi byggðalínuna og raforkuöryggi í Eyjafirði. Nú er friðun Hóla á borði ráðherra og þarf Guðmundur að taka afstöðu til þess hvort hann skrifi upp á friðlýsingu lands í eigu aðstoðarmanns síns. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eftir að ég kom inn í ráðuneytið. Ég hef ekki farið yfir það en í svona málum er hvert mál metið. Ef einhverjar líkur eru á vanhæfi eða ástæða þykir til að skoða vanhæfi þá mun stjórnsýslan fara yfir það,“ segir Guðmundur. Sif segir í samtali við blaðið að hún telji ráðherra ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó undirmaður hans, hún í þessu tilviki, hafi barist fyrir því að jörðin verði friðuð til að koma í veg fyrir lagningu línunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er dregið fram að tryggja þurfi afhendingaröryggi raforku á öllu landinu og er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja orku inn á Eyjafjarðarsvæðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42
Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00