Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 19:28 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Ernir Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. Ekki er um að ræða breytingar á núgildandi lögum heldur frumvarp um ný heildarlög sem felur í sér víðtækar breytingar á mannanafnalögum. Nái frumvarpið fram að ganga verður mannanafnanefnd lögð niður, ákvæði um stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn verða felld brott auk ákvæða um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá mun ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama einnig falla úr lögum nái frumvarpið fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans leggja það fram samflokksmenn hans þau Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson. Þá eru þeir Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, einnig flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarp um breytingar á gildandi mannanafnalögum var lagt fram á þingi 2014 til 2015 en var ekki samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja nú fram segir að það frumvarp hafi verið efnislega svipað en hafi í vissum atriðum gengið skemur. „Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna til foreldra er felld brott,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega fjallað um réttindi transfólks Þá er í greinargerðinni sérstaklega fjallað um réttindi transfólks en um þau segir: „Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“ Varðandi mannanafnanefnd segir svo meðal annars í greinargerðinni: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir. Foreldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp tilfelli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi viðkomandi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um mannanöfn og þar af leiðandi mannanafnanefnd séu sá aðili sem eigi að leiðbeina foreldrum í foreldrahlutverkinu.“Frumvarpið í heild sinni má sjá nálgast á vef Alþingis. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. Ekki er um að ræða breytingar á núgildandi lögum heldur frumvarp um ný heildarlög sem felur í sér víðtækar breytingar á mannanafnalögum. Nái frumvarpið fram að ganga verður mannanafnanefnd lögð niður, ákvæði um stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn verða felld brott auk ákvæða um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá mun ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama einnig falla úr lögum nái frumvarpið fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans leggja það fram samflokksmenn hans þau Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson. Þá eru þeir Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, einnig flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarp um breytingar á gildandi mannanafnalögum var lagt fram á þingi 2014 til 2015 en var ekki samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja nú fram segir að það frumvarp hafi verið efnislega svipað en hafi í vissum atriðum gengið skemur. „Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna til foreldra er felld brott,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega fjallað um réttindi transfólks Þá er í greinargerðinni sérstaklega fjallað um réttindi transfólks en um þau segir: „Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“ Varðandi mannanafnanefnd segir svo meðal annars í greinargerðinni: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir. Foreldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp tilfelli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi viðkomandi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um mannanöfn og þar af leiðandi mannanafnanefnd séu sá aðili sem eigi að leiðbeina foreldrum í foreldrahlutverkinu.“Frumvarpið í heild sinni má sjá nálgast á vef Alþingis.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58