400.000 kr. of mikið eða of lítið? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 9. janúar 2018 11:45 Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sinna fjölbreyttum störfum hjá ríkinu. Lágmarkslaun nýútskrifaðra einstaklinga með BS eða BA próf sem hefja störf hjá ríkinu eru 304.743 kr. Er það of lítið? Launataflan tók gildi 1. júní 2016, á sama tíma og þegar nýtt lífeyriskerfi tók gildi fyrir opinbera starfsmenn þar sem verið var að samræma lífeyriskerfi milli opinbera og almenna markaðarins. Það er krafa félagsins að félagsmenn okkar sem ljúka þriggja ára háskólanámi geti aldrei verið með lægri laun en 400.000 kr. að lágmarki fyrir 100% starf. Háskólamenntaðir eru með færri ár til að afla ævitekna sem nemur námsárum þeirra og þurfa að auki greiða af launum sínum námslán! Í september 2017 voru alls 84 stöðugildi hjá ríkinu þar sem félagsmenn okkar eru með útborguð laun fyrir dagvinnu sem voru lægri en 400.000 kr. á mánuði. Í september 2017 var meðaltal mánaðarlauna ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 612.377 kr. á mánuði, en meðaltal mánaðarlauna fyrir dagvinnu meðal félagsmanna FÍN 557.750 kr. Félagsmenn innan aðildarfélaga BHM sinna fjölmörgum störfum og telja fjöldi stöðugilda allra aðildarfélaganna hjá ríkinu í september 2017 5345,1 stöðugildi, þar af eru félagsmenn FÍN sem sinna störfum sem telja 725,8 stöðugildi hjá fjölmörgum stofnunum ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FÍN hefur dregist aftur úr meðaltali aðildarfélaga BHM undanfarin ár, en FÍN var það félag sem endurspeglaði meðaltal dagvinnulauna aðildarfélaga BHM. Það er ekki staðan lengur. Félagið gerir þá kröfu að lægstu launaflokkarnir verði skornir af launatöflunni þannig að tryggt sé að laun félagsmanna okkar geti ekki orðið lægri en 400.000 kr. miðað við 100% starf. Þann 1. júní 2017 tók nýtt lífeyriskerfi gildi hjá opinberum starfsmönnum sem felur í sér kerfisbreytingu, úr jafnri ávinnslu í aldurtengda ávinnslu, samhliða því var gert samkomulag um leiðrétta ætti laun milli markaða. Við krefjum þess að fyrstu skrefin í leiðréttingum verði tekin í þessari samningalotu og lágmarkslaun í launatöflu FÍN við ríkið verði hækkuð í 400.000 kr. Er það of mikið? Ríkið þarf að ráða sérfræðinga til starfa með háskólamenntun til að sinna sérhæfðum störfum og mörg störf eru lögbundin og störf sem almenni markaðurinn sinnir ekki, en sérfræðingarnir sem sinna þessum störfum geta fengið önnur störf á almennum markaði með þeir fá mun hærri laun fyrir jafn mikla ábyrgð. Er 400.000 kr. of lítið eða of mikið til að hægt sé að sinna þessum nauðsynlegu störfum hjá ríkinu?Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sinna fjölbreyttum störfum hjá ríkinu. Lágmarkslaun nýútskrifaðra einstaklinga með BS eða BA próf sem hefja störf hjá ríkinu eru 304.743 kr. Er það of lítið? Launataflan tók gildi 1. júní 2016, á sama tíma og þegar nýtt lífeyriskerfi tók gildi fyrir opinbera starfsmenn þar sem verið var að samræma lífeyriskerfi milli opinbera og almenna markaðarins. Það er krafa félagsins að félagsmenn okkar sem ljúka þriggja ára háskólanámi geti aldrei verið með lægri laun en 400.000 kr. að lágmarki fyrir 100% starf. Háskólamenntaðir eru með færri ár til að afla ævitekna sem nemur námsárum þeirra og þurfa að auki greiða af launum sínum námslán! Í september 2017 voru alls 84 stöðugildi hjá ríkinu þar sem félagsmenn okkar eru með útborguð laun fyrir dagvinnu sem voru lægri en 400.000 kr. á mánuði. Í september 2017 var meðaltal mánaðarlauna ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 612.377 kr. á mánuði, en meðaltal mánaðarlauna fyrir dagvinnu meðal félagsmanna FÍN 557.750 kr. Félagsmenn innan aðildarfélaga BHM sinna fjölmörgum störfum og telja fjöldi stöðugilda allra aðildarfélaganna hjá ríkinu í september 2017 5345,1 stöðugildi, þar af eru félagsmenn FÍN sem sinna störfum sem telja 725,8 stöðugildi hjá fjölmörgum stofnunum ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FÍN hefur dregist aftur úr meðaltali aðildarfélaga BHM undanfarin ár, en FÍN var það félag sem endurspeglaði meðaltal dagvinnulauna aðildarfélaga BHM. Það er ekki staðan lengur. Félagið gerir þá kröfu að lægstu launaflokkarnir verði skornir af launatöflunni þannig að tryggt sé að laun félagsmanna okkar geti ekki orðið lægri en 400.000 kr. miðað við 100% starf. Þann 1. júní 2017 tók nýtt lífeyriskerfi gildi hjá opinberum starfsmönnum sem felur í sér kerfisbreytingu, úr jafnri ávinnslu í aldurtengda ávinnslu, samhliða því var gert samkomulag um leiðrétta ætti laun milli markaða. Við krefjum þess að fyrstu skrefin í leiðréttingum verði tekin í þessari samningalotu og lágmarkslaun í launatöflu FÍN við ríkið verði hækkuð í 400.000 kr. Er það of mikið? Ríkið þarf að ráða sérfræðinga til starfa með háskólamenntun til að sinna sérhæfðum störfum og mörg störf eru lögbundin og störf sem almenni markaðurinn sinnir ekki, en sérfræðingarnir sem sinna þessum störfum geta fengið önnur störf á almennum markaði með þeir fá mun hærri laun fyrir jafn mikla ábyrgð. Er 400.000 kr. of lítið eða of mikið til að hægt sé að sinna þessum nauðsynlegu störfum hjá ríkinu?Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar