400.000 kr. of mikið eða of lítið? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 9. janúar 2018 11:45 Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sinna fjölbreyttum störfum hjá ríkinu. Lágmarkslaun nýútskrifaðra einstaklinga með BS eða BA próf sem hefja störf hjá ríkinu eru 304.743 kr. Er það of lítið? Launataflan tók gildi 1. júní 2016, á sama tíma og þegar nýtt lífeyriskerfi tók gildi fyrir opinbera starfsmenn þar sem verið var að samræma lífeyriskerfi milli opinbera og almenna markaðarins. Það er krafa félagsins að félagsmenn okkar sem ljúka þriggja ára háskólanámi geti aldrei verið með lægri laun en 400.000 kr. að lágmarki fyrir 100% starf. Háskólamenntaðir eru með færri ár til að afla ævitekna sem nemur námsárum þeirra og þurfa að auki greiða af launum sínum námslán! Í september 2017 voru alls 84 stöðugildi hjá ríkinu þar sem félagsmenn okkar eru með útborguð laun fyrir dagvinnu sem voru lægri en 400.000 kr. á mánuði. Í september 2017 var meðaltal mánaðarlauna ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 612.377 kr. á mánuði, en meðaltal mánaðarlauna fyrir dagvinnu meðal félagsmanna FÍN 557.750 kr. Félagsmenn innan aðildarfélaga BHM sinna fjölmörgum störfum og telja fjöldi stöðugilda allra aðildarfélaganna hjá ríkinu í september 2017 5345,1 stöðugildi, þar af eru félagsmenn FÍN sem sinna störfum sem telja 725,8 stöðugildi hjá fjölmörgum stofnunum ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FÍN hefur dregist aftur úr meðaltali aðildarfélaga BHM undanfarin ár, en FÍN var það félag sem endurspeglaði meðaltal dagvinnulauna aðildarfélaga BHM. Það er ekki staðan lengur. Félagið gerir þá kröfu að lægstu launaflokkarnir verði skornir af launatöflunni þannig að tryggt sé að laun félagsmanna okkar geti ekki orðið lægri en 400.000 kr. miðað við 100% starf. Þann 1. júní 2017 tók nýtt lífeyriskerfi gildi hjá opinberum starfsmönnum sem felur í sér kerfisbreytingu, úr jafnri ávinnslu í aldurtengda ávinnslu, samhliða því var gert samkomulag um leiðrétta ætti laun milli markaða. Við krefjum þess að fyrstu skrefin í leiðréttingum verði tekin í þessari samningalotu og lágmarkslaun í launatöflu FÍN við ríkið verði hækkuð í 400.000 kr. Er það of mikið? Ríkið þarf að ráða sérfræðinga til starfa með háskólamenntun til að sinna sérhæfðum störfum og mörg störf eru lögbundin og störf sem almenni markaðurinn sinnir ekki, en sérfræðingarnir sem sinna þessum störfum geta fengið önnur störf á almennum markaði með þeir fá mun hærri laun fyrir jafn mikla ábyrgð. Er 400.000 kr. of lítið eða of mikið til að hægt sé að sinna þessum nauðsynlegu störfum hjá ríkinu?Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sinna fjölbreyttum störfum hjá ríkinu. Lágmarkslaun nýútskrifaðra einstaklinga með BS eða BA próf sem hefja störf hjá ríkinu eru 304.743 kr. Er það of lítið? Launataflan tók gildi 1. júní 2016, á sama tíma og þegar nýtt lífeyriskerfi tók gildi fyrir opinbera starfsmenn þar sem verið var að samræma lífeyriskerfi milli opinbera og almenna markaðarins. Það er krafa félagsins að félagsmenn okkar sem ljúka þriggja ára háskólanámi geti aldrei verið með lægri laun en 400.000 kr. að lágmarki fyrir 100% starf. Háskólamenntaðir eru með færri ár til að afla ævitekna sem nemur námsárum þeirra og þurfa að auki greiða af launum sínum námslán! Í september 2017 voru alls 84 stöðugildi hjá ríkinu þar sem félagsmenn okkar eru með útborguð laun fyrir dagvinnu sem voru lægri en 400.000 kr. á mánuði. Í september 2017 var meðaltal mánaðarlauna ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu meðal aðildarfélaga Bandalags háskólamanna 612.377 kr. á mánuði, en meðaltal mánaðarlauna fyrir dagvinnu meðal félagsmanna FÍN 557.750 kr. Félagsmenn innan aðildarfélaga BHM sinna fjölmörgum störfum og telja fjöldi stöðugilda allra aðildarfélaganna hjá ríkinu í september 2017 5345,1 stöðugildi, þar af eru félagsmenn FÍN sem sinna störfum sem telja 725,8 stöðugildi hjá fjölmörgum stofnunum ríkisins sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. FÍN hefur dregist aftur úr meðaltali aðildarfélaga BHM undanfarin ár, en FÍN var það félag sem endurspeglaði meðaltal dagvinnulauna aðildarfélaga BHM. Það er ekki staðan lengur. Félagið gerir þá kröfu að lægstu launaflokkarnir verði skornir af launatöflunni þannig að tryggt sé að laun félagsmanna okkar geti ekki orðið lægri en 400.000 kr. miðað við 100% starf. Þann 1. júní 2017 tók nýtt lífeyriskerfi gildi hjá opinberum starfsmönnum sem felur í sér kerfisbreytingu, úr jafnri ávinnslu í aldurtengda ávinnslu, samhliða því var gert samkomulag um leiðrétta ætti laun milli markaða. Við krefjum þess að fyrstu skrefin í leiðréttingum verði tekin í þessari samningalotu og lágmarkslaun í launatöflu FÍN við ríkið verði hækkuð í 400.000 kr. Er það of mikið? Ríkið þarf að ráða sérfræðinga til starfa með háskólamenntun til að sinna sérhæfðum störfum og mörg störf eru lögbundin og störf sem almenni markaðurinn sinnir ekki, en sérfræðingarnir sem sinna þessum störfum geta fengið önnur störf á almennum markaði með þeir fá mun hærri laun fyrir jafn mikla ábyrgð. Er 400.000 kr. of lítið eða of mikið til að hægt sé að sinna þessum nauðsynlegu störfum hjá ríkinu?Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar