Námsmatsdagar í þágu nemenda eða kennara? Sólrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 10. janúar 2018 11:45 Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar