Námsmatsdagar í þágu nemenda eða kennara? Sólrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 10. janúar 2018 11:45 Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun