Forsætisráðherra býr líka yfir sögum í anda Me Too Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir vill tryggja heildstæða nálgun í málefnum er varða kynferðisofbeldi. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“ Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“
Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45